dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, febrúar 19, 2007

I´ll go where true love goes...

...and if you walk alone and if you lose your way, don´t forget the One Who gave you this today!
Þessi texti er eftir Ysuf Islam sem gleður eyru mín ósegjanlega þessa dagana.

Byrjaði daginn á sundlaugarpartýi. Nokkuð skemmtilegt bara. Dásamlegt að sjá nemendur busla og leika sér.

Er enn að jafna mig eftir vonbrigði helgarinnar sem skyggðu óneitanlega á annars yfirgnæfandi gleði hennar! Hehe...en fallegar fréttir á sunnudegi og skemmtilegar á mánudegi bjarga þessu líklega þannig að öll leiðindi falla í skuggann. Staðfest ferðaplan fyrir páskafríið. Von um ferð til útlanda á óvæntan áfangastað viku áður gerir þetta allt enn meira spennandi enda telst undirrituð líklega með ólæknandi ferðalagaáráttu og þráhyggju þeim tengdri. Ræð bara ekki við mig. Sérstaklega ekki þegar maður situr einn vakandi heima hjá sér á mánudagskvöldi í kulda og trekki og hlustar á Kára nauða á gluggunum. Það er bara trist og mér finnst mjög skiljanlegt að mig langi til að fara í líflegra umhverfi. Þakka bara fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta leyft mér slíkan munað.

Annars er ekkert áþreyfanlegt að frétta. Hugsanir mínar ferðast mílu á mínútu þessa dagana en ég ætla ekki að drepa móralinn með því að opinbera þær núna. Bleh...!

Laters!

laugardagur, febrúar 17, 2007

Once I had a sweetheart...

and now I have none...

Ástarbrími gærkvöldsins er horfinn í gleymskunnar dá eftir ákaflega misheppnaðan leiðangur í Mekka drykkjumannsins. OMG þvílík leiðindi og fúkkafýla sem maður upplifði á báðum krám bæjarins. Nú er komið gott. Ekki farið aftur fyrr en kannski eftir ár eða svo. ..hehe....einkasamkvæmi þangað til takk.
En nóg um það. Piparkornin skemmtu sér sérlega vel heima hjá mér í gærkveldi. Ég ætla ekki að rjúfa trúnað þannig að ég tjái mig ekki meir um það sæta samkvæmi en ég þó eftir að kíkja á myndirnar. Aldrei að vita nema maður sýni eina uppstillta til málamynda...hehe...Annars er það bara same O...ekkert í fréttum svo sem. Ég er búin að henda öllum blómunum nema einu og bréfin eru að mestu leyti farin í ruslið...nema eitt...og svo er það bara morgundagurinn. Ég býð spennt eftir dekrinu...sem minnir mig á það....á síðasta konudag var ég í NYC, nánar til tekið í Brooklyn með Brian mínum elskulega og snæddi með honum brunch eftir yndislega morgungöngu í kaldri febrúarsólinni. Hefði svo sem ekki á móti einhverju svoleiðis aftur...þarf ekkert endilega að vera New York...
Jæja, ég er farin...laters...

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Júdas og blómahafið...

Þrátt fyrir svik Júdasar var frökenin nokkuð sátt við kennarasamkvæmið á laugardagskvöldið. Nennti ekki fyrir fimmaur en dreif sig þó...sem betur fer... Var nú varla að meika það fyrir öllu blómahafinu og sms-in, minnstu ekki á þau...hehe...er enn að leita að kandídat fyrir body-guard-starfið...þarf aðallega að kunna að sms-a og geta haldið á blómum...sett þau í vatn svo lítið beri á kannski líka...en annars er það bara sæmilegt útlit og helst ekki fáviti eða fyllibytta, það væri nú?...hah...Annars ætla ég nú að taka sénsinn á að halda upp á nokkurs konar Valentínusar-konu-dag á föstudagskvöldið. Það er að segja ef maður verður ekki búinn á því eftir daginn í dag sem er nota bene einmitt Valentínusardagurinn sjálfur. Svo verður konudagurinn ekki fyrr en á sunnudag þannig að maður verður þá bara kominn aftur á rólið með að taka við blómum og bréfum og sms-um og svona. Annars er bara ekkert að frétta, ég mun ritskoða ósómann sem væntanlega fer fram á heimili mínu næst komandi föstudagskvöld og deili mögulega bleikri útgáfu af þeim viðbjóði...ætli sumir lesendur mínir fari samt ekki létt með að lesa milli línanna og geta í eyðurnar? ...blehh........................................laters.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Fékk þann heiður að gæta lítils dreng meðan móðir hans skrapp í samsæti. Sá stutti var mjög sáttur við dvölina á heimili mínu en sonur minn lét þessi gullvægu orð falla: mamma, þú talar við hann eins og þú ætlir að stela honum!!

Annars er mest lítið að frétta, bara eins og venjulega, stoppar ekki síminn, alltaf einhver að bjóða manni út og svona. Póstkassinn fullur af rómantískum bréfum og alltaf verið að taka á móti blómum og svoleiðis dekri. Spurning hvað þeir halda þarna á póstinum...Maður er nú bara farinn að kvíða konudeginum. Ef þetta er byrjunin þá bara veit ég ekki hverju ég má eiga von á. Það verður ábyggilega ekki þverfótað fyrir blómum og hjörtum og svoleiðis vitleysu. Og er ekki Valentínusardagurinn fram undan? Einum of væmið, verð að segja það...Er nú orðin svolítið þreytt á þessari athygli allri saman. Enginn friður fyrir mönnum sem vilja bjarga mér frá eilífri einsemd. Hvað getur maður sagt? Vesöld yðar mun breytast í fagnað kannski???...Blehh....

En gott og vel. Best að drífa sig í kennarapartí. Ætla að tékka á hvað það kostar að fá svona bodyguard í vinnu....bara til að halda á blómunum og taka við skilaboðum og svona...ég er ekki að meika þetta! Over and out....

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Blámi kuldans...

Þriggja gráðu frost var ekki alveg á óskalistanum yfir heimkomuveður en allt er betra en SV-27 eins og síðast.Hehe... Ég átti yndislega daga í landi Englanna. Dvölin samanstóð af skemmtilega örum innkaupaleiðangri, flugferð til Newcastle og FRÁBÆRU námskeiði um leiklist í kennslu. Afgangurinn var svo tekinn í dekri og dálæti í Londres. Heim á mánudag og aftur í vinnu í gær. Frábært. Ísblár kuldaboli faðmandi mann síðan og ekki á leiðinni burt í bráð???eða hvað...
Ekkert merkilegt að frétta. Bara kennsla og allt. Fíla mig vel þessa vikuna. Vonandi líka á morgun og hinn.hehe
Sonur ánægður með afrakstur bráðainnkaupaferðarinnar...
Undirrituð þokkalega ánægð með sömu ferð en hefur oft verið svæsnari í eyðslunni...semergott....
Fjárfesti í nýrri myndavél. Þokkalega smartri. Smá 'penisenvy' eins og Sóley mín myndi kalla það...
Verður gaman að leika með hana!
Keypti líka ' Life of Brian' og ' An other cup ' með Cat Stevens. Gaman gaman.
Já og nýja diskinn með Noruh Jones.
Eldaði bjrálæðislega gott karrí. Gagnlegar upplýsingar hah...