dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, september 29, 2006

Mest lítið...

Hellú folks. What´s up? Ég sagðist reyndar ekki ætla að skrifa fyrr en í október en það loforð er hér með svikið.

Enn ein vinnuvikan á nýja staðnum er nú afstaðin og fer sálarástandið batnandi. Ég er aðeins farin að yfirstíga þá þörf að leggjast niður og sofna um leið og ég kem heim úr vinnunni. Aðeins farin að vera með meðvitund svona seinni partinn. Sem betur fer eiginlega. En þetta er allt að koma, búið að kalla mann leiðinlegasta kennarann í skólanum og svona en ég tek því sem ákveðnu hrósi. *hehe*... Anyways, félagslífið hefur verið heldur litlaust svona þannig séð en það ætti að fara skánandi. Annars er ég rosalega fegin að hafa engin skylduverk framundan um helgina því að nú á að slaka reglulega vel á og njóta þess að vera heima, með kveikt á kertum og drekka te og lesa eða hlusta á tónlist. Kannski horfi ég pínulítið á sjónvarpið líka. Búin að vera mjög lengi á leiðinni að taka mér svona algjöra slökunarhelgi en það hefur alltaf eitthvað komið upp (aðallega örferðir upp á land) sem hefur skemmt fyrir mér.

Það er sem sagt lítið krassandi að frétta héðan í augnablikinu en Londons (verð að hafa þetta svona skrifað, Helga vinkona fattar þetta og kannski fleiri) nálgast eins og óð fluga og gæti ég sem best trúað að sú ferð gæti orðið ánægjuleg.

Jæja, te-ið mitt er líklega tilbúið þannig að ég er rokin í bili. ( Ég set bandstrik vegna þess að þegar ég las Enid Blyton bækurnar hérna í denn þá var breska liðið náttúrulega alltaf að drekka te og þá var talað um teið, sem ég las náttúrulega sem teið og tók smá stund að fatta að verið var að tala um te en ekki tei..Haha..

Lifið heil!

mánudagur, september 18, 2006

Þögnin langa...

Ég þakka þeim sem hafa lagt inn athugasemdir vegna þagnar minnar á þessum vettvangi. Einnig þakka ég góðar kveðjur á afmælisdaginn (langa). Hér með er þögnin langa rofin en ekki búast við neinu sérlega vitrænu! Undirrituð hefur verið önnum kafin við að mennta börn þjóðarinnar og er rétt að líta upp frá því að hafa reynt að tjasla saman límingum heilabúsins eftir ofur-áreiti ungra nemenda. Ég hef upplifað langa daga og strembna og svo líka góða daga sem hafa flogið framhjá mér eins og andartak. Síðasta vika er líka betri en sú á undan og sú var betri en sú þar áður og svo framvegis eða afturábak, eftir því hvernig maður kýs að líta á það. Málið er að undanfarin fimm ár hef ég unnið á ákaflega þægilegum vinnustað, nánast vernduðum eins og ein kallaði það, og þess vegna eru það mikil viðbrigði að mæta í skólastofu fulla af krakkakrílum sem þarfnast stöðugrar athygli og aðstoðar. En það venst eins og allt annað í lífinu sem maður umgengst eða framkvæmir nógu oft. Nú er það þannig að ég held að ég verði ánægð í þessu starfi en það verður ekki allt tekið út með sældinni skal ég viðurkenna. Maður tekur bara einn dag í einu og er þakklátur fyrir hverja vikuna sem maður kemst ógrátandi í gegnum. *hehe*.
Til tíðinda skal telja nokkrar ör-ferðir í borgina og upp í sveit sem allar tengjast hinu nýja starfi mínu að einhverju leiti. Fyrst skal nefna námskeið um leiklist í kennslu hjá hinum heimsþekkta Jonothan Neelands. Það var alveg frábært í alla staði. Ég lærði heilmikið en ég var hrikalega þreytt þegar ég brunaði aftur í Þorlákshöfn. Næsta ferð var svo í heimsókn í tískuskólana Ingunnarskóla og Norðlingaskóla. Það var áhugavert að mörgu leiti. Síðasta kennaraferðin var svo farin með seinni á fimmtudag. Úr Herjólfi var haldið í Fjöruborðið á Stokkseyri og get ég því miður ekki annað en lýst yfir vonbrigðum mínum með þann stað. Frekar ofmetinn að mínu mati. Staðsetning vegur þó aðeins upp á móti. Humarinn sem á að vera svo æðislegur var ekki annað en “Krónuhumar” eins og ég kalla það. Pínulítill og allt í mauki. Mæna og skel. Bragðaðist ekki illa en einhvern veginn féll þetta alveg í skuggann af minni eigin meðferð á hráefninu og ég tala nú ekki um hjá Fanney frænku, ömmu og mömmu. Því miður fór svo þjónninn í algera vörn þegar við nefndum þetta við hann og var með skæting (greinilega heyrt eitthvað þessu líkt áður!!). En nóg um þetta, ekki nenni ég að kvarta og kveina yfir þessu þó að ég megi til með að segja að þetta hefur líklega verið dýrasta salat sem ég hef keypt mér hingað til!
Af allt öðru. Ég mætti á árgangsmót hjá mínum eðalárgangi. Það heppnaðist afbragðsvel og þótti mér ákaflega skemmtilegt að hitta mann og annan sem var með manni í bekk eða í hinum bekknum og jafnvel í Hamarsskóla *hehe*.
Jæja, nú er ekki meira að frétta í bili, skrifa næst í október!!! Fer svo til Londons í nóvember. Jíha!