dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Afmælisstrákurinn minn!!!Elsku litli krúttumolinn minn á afmæli í dag! 12 ára! Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ekki með honum á afmælinu hans. Ferlega ömurlegt eitthvað! En ég treysti því alveg að hann njóti dagsins í Eyjum. Ég læt eina gamla mynd fljóta með þessari færslu. Svona að gamni. Ég ótrúlega stolt af þessum dreng og hef trú á að hans bíði mikil lukka.

Ég vil nú annars þakka allar afmæliskveðjurnar sem mér bárust í gær. Þær glöddu mig mikið. Hugsanlega tilvonandi tengdaforeldrar mínir komu uppeftir og buðu okkur stærðfræðidoktornum út að borða á Harrinton´s sem er voðalega fínn veitingastaður í Kenilworth. Ofsalega notalegt og skemmtilegt! Bestu þakkir og kveðjur til allra!

Lifið heil

laugardagur, ágúst 09, 2008

á tásunum...

Er ekki lífið hreint alveg dásamlegt? Maður er búinn að vera einhleypur í tæpan áratug með tilheyrandi dramaköstum og flækjukynnum við skuldbindingafælna menn og kiðlinga, sjálfboðaliðatilboð giftra manna um skuldbindingalaust næturgaman (alfarið góðverk af þeirra hálfu takið eftir...) og ýmisleg önnur skrítin tilboð...sem skipta ekki máli. Var á tímabili farin að trúa því að ég væri þessi skuldbindingafælna...eða kiðlingurinn...hvort sem er...ætla svo sem ekkert að velta mér upp úr þvi núna. En ég lagði sem sé leið mína í Tesco í morgun með Finnsku vinkonu minni, sem er svo vel sett að eiga sjálfrennireið sem hentar ágætlega til magninnkaupa á sódavatni. Það læddist nú eitt og annað með sódavatninu en það er önnur saga. Þegar ég kom að kassanum spurði ungi, geislandi fallegi drengurinn How are you doing? Ég svaraði bara eins og venjulega Good! How are you?? jú jú hann var nokkuð bissí í vinnnunni auðvitað...en svo segir hann eitthvað sem ég bara náði ekki í fyrsta. Þannig að ég hváði...´sorry, What´s that?, Can you say this a little bit slower, I am not English you see o.s.frv....Pilturinn roðnaði og blánaði eins og unglingsstelpam endurtók spurninguna kannski tíu sinnum...spurði svo you think it would really be that bad??
smám saman fór að renna upp fyrir mér ljós! Hann var að bjóða mér út!!! Blessaður drengurinn...Þegar ég loksins kveikti á perunni tók ég um leið að mér hlutverk þess vandræðalega ...uhm, uhm..uhm...ah...I ...I ...have ...have...a dis...dissertation....to to...write...uhm...sorry.... (auk þess sem Rómeó er á leiðinni til mín í kvöld...) Jesús minn hvað þetta var pínlegt....EN ég brosi ennþá hringinn....honum tókst alla vega að gera góðverk blessuðum...birti upp hjá mér í rigningunni alla vega...kannski var það allt og sumt sem hann ætlaði sér en mér alveg sama.Þetta er nú bara eitthvað sem maður hefur alrei þekkt. Að það sé í lagi að bjóða einhverjum út án þess að endilega ætla að giftast þeim...segi svona...Auðvitað hefur maður farið á stefnumót...en það hefur alltaf verið einhvern veginn þannig að það hefur bara gerst...hef aldrei verið spurð beint út...man það alla vega ekki...en það er nú kannski ekkert að marka mig...kannski er bara öllum öðrum boðið á stefnumót heima...nema mér...uhu...
Ég nýt þess reyndar alveg í tætlur í augnablikinu að útlendingar hafa eitthvert lag á stefnumótum...er enn á stefnumóti við Rómeó...og hef hugsað mér að draga það deit eitthvað á langinn....hehe...nema að hann flýji...Rómeó hefur algjörlega náð að heilla mig upp úr skónum... og ég vonast til að vera bara á tásunum eitthvað áfram!! Ég held að þetta sé skólabókardæmi um lögmál Rómeós...þegar Rómeó heillar mann upp úr skónum reyna aðrir að fæa mann til að fara í skóna aftur....segi svona...ætla að fara að vinna...nóg komið af bulli í dag líklega...Lifið heil!

föstudagur, ágúst 08, 2008

Jæja, enn einn dagurinn upp runninn. Sem betur fer en gvuð minn góður hvað tíminn flýgur áfram. Mér finnst alltaf eins og ég sé að missa af einhverju. Ég fór í te til nágrannakonu minnar í gærkvöldi. Hún var að ganga frá drasli því hún fer að flytja eins og ég fljótlega. Hjálpaði aðeins til og svei mér þá ef ég bjargaði henni bara ekki alveg...hehe...bara gaman! En má samt alveg fara að huga að niðurpökkun hjá sjálfri mér fljótlega. Er enn að fara á límingunum yfir því hvert ég á að flytja. Hef aldrei í lífinu fyrr séð fram á að eiga hvergi heima. Skrítið. En eins og sönnum íslendingi sæmir þá reyni ég að hugsa 'þetta reddast!'. Hlýtur að gera það einhvern veginn. En jæja það þýðir víst lítið að sitja bara og blogga og kvarta. Best að halda áfram að pikka í ritgerðina.

Bestu kveðjur frá Warwick, sem btw fékk viðurkenningu, það er að segja Warwick Institute of Education (sem ég tilheyri) á að vera í 4. sæti yfir topp háskólana hér í Bretlandi. Oxbridge og Exeter ná aðeins að vera á undan. Sem er bara nokkuð gott er það ekki? Slagurinn er orðinn ansi harður þarna á toppnum. Ég held að það séu sjötíu og eitthvað skólar sem bítast um þessar niðurröðun. Reyndar er deildin mín á toppnum, held að þeir metist eitthvað við Exeter en það skiptir engu, við erum með besta prógrammið...að mér skilst.

Jæja, bless í bili og lifið heil!

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Kannist þið við lögmálið að þegar námsstreita tekur völd í lífinu þá verður mataræðið brjálæði? Eintómt stjórnleysi og óseðjandi sætindafíkn. Ég er allavega orðin háð kaffi og nammi og alls konar óhollustu sem aldrei fyrr. Er alveg komin með ógeð á sjálfri mér þannig að ég ákvað í gær að grafa upp poka af mung baunum sem ég er búin að eiga inni í skáp heillengi. Aðeins þykjast vera voða holl!! Lagði blessaðar baunirnar í bleyti og sauð þær svo í kvöld. Tók bara kortér að sjóða þær. Ekki svo mikið mál. Frekar fátæklegar byrgðir í grænmeti en til rauðlaukur og hvítlaukur, sem var smátt brytjað. Hitaði pönnuna með smá ólífuolíu, malaði kúmen, svartan pipar, kóriander- og sinnepsfræ. Skellti lauknum og kryddinu á pönnuna í eina mínútu. Baunirnar útí og ketjap manis sletta. Velt um augnablik og svo skellt á disk. Ótrúlega gott bara. Langar samt frekar í latte og súkkulaði eða einhvern álíka viðbjóð. En hingað og ekki lengra í dag allavega...te og epli kannski hver veit?
Bleh...þetta er vafalaust með andlausari færslum sem ég hef látið frá mér fara. Æ, þið verðið að fyrirgefa mér en ég er hálfpartinn að losna á límingunum.

uppfærsla

Jæja, þá er streitan í hámarki og þá er víst við hæfi að blogga. Er það ekki lögmálið annars, þegar maður á að vera að skrifa eitthvað svakalega gáfulegt þá er svo margt sem glepur mann. En nóg um það, nú er planið að reyna að vera í landi englanna fram að jólum. Það veltur reynar á því hvort maður nái að útvega íbúð í svo stuttan tíma. En það hlýtur að bjargast einhvern veginn!

Sú staðreynd að barnið mitt er á Íslandi en ég í Englandi er nokkuð erfið að lifa með. Gvuð minn góður hvað það er tómlegt hérna án hans. En hann skemmtir sér víst vel í íslensku sumri eins og lög gera ráð fyrir!

Ferðin til Hollands var hreint ágæt fyrir utan hitabeltisloftslagið. Ég er bara ekki útsett fyrir slíkt. En ég dáist að Hollendingum, þeir eru líklega með kurteisara fólki. Og svo eru þeir líka flinkir að útbúa hjólastíga. Það líkar mér sérlega vel eftir svaðilfarir mínar á hjóli í enskri umferð. Ekki samanlíkjanlegt!

Einn af hápunktum ferðalagsins var ferjuferð frá Englandi til Hollands. Megafín ferja og auðvitað þurfti maður að taka þetta aðeins út...bara af því að Herjólfur er manni í blóð borinn eða svo að segja...hehe...

Eftir að við komum til Englands var ég aðeins í London þar sem minn heittelskaði hafði skipulagt stærðfræðingaráðstefnu. Hafði það af að hlusta á tvo fyrirlestra og geri aðrir betur. Hafði nokkuð gaman af því en þetta var samt svona eins og að skoða eitthvað í gegnum sandblásið gler. Þú sérð móta fyrir einhverju þarna á bak við en ert ekki alveg viss um hvernig það lítur út nákvæmlega. Hápunkturinn var samt þegar við fórum út að borða með ráðstefnunni. Rosalegar gáfur í loftinu eitthvað. hehe...

Jæja, ég ætla að halda áfram að að skrifa! Lifið heil!