dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, mars 19, 2008

Skrambans gengisfelling!

fimmtudagur, mars 13, 2008

Eftir mikið stress og barning eru ritgerðir haustsins komnar á blað. Ég brýt náttúrulega reglu Englendinganna með því að viðurkenna að þær innihalda svo sem enga snilld. En orðin eru nógu mörg...hehe...við sjáum svo til hvað prófessorarnir segja. Nú hef ég aðeins tvo áfanga til að einbeita mér að...finnst ég svífa um í hálfgerðu tómarúmi...þessar haustritgerðir voru farnar að íþyngja sálinni verulega... En nóg um það í bili. Síðasti fyrirlestur vorannarinnar var í gær og framundan eru 5 vikur til að framleiða snilldina sem ég veit að ég er fær um að framleiða...hehe... auðvitað var þessum tímamótum fagnað á enskan hátt....allir á krána eftir tíma...hehe...mjög skemmtilegt.
Annars gengur bara allt bærilega hér. Veðrið leikur alla vega við okkur (get ekki sleppt því að tala um veðrið...ég held að Englendingarnir slái okkur Íslendingum þó út í þeim efnum..hehe). Reyndar hefur verið smá rok síðustu daga þannig að mér hefur fundist ég vera heima þegar ég vakna á morgnanna og heyri vindinn gnauða á glugganum. Sem er bara fínt.

Við skelltum okkur til Windsor í byrjun febrúar. Skoðuðum kastalann og röltum um bæinn. Það var voðalega ljúft verð ég að segja og svo heimsóttum við Malvern hæðir í Worcestershire fyrir þremur vikum. Það er skemmtilegur bær sem er frægur fyrir vatnsuppsprettu/heilsulind. Fólkið sem við vorum hjá fer sjálft upp í fjall eða hæðirnar..hehe...til að sækja ferskt vatn fyrir heimilið. Frekar skemmtilegt. Syni mínum fannst mikið til koma verð ég að segja.
Við héldum upp á kínverska nýárið þann 8.febrúar. Það eru nokkrar stelpur frá Hong Kong og Taiwan með mér í skólanum. Þar sem íbúðin okkar VK er mun stærri en vistarverur einhleypinganna þá ákváðum við að halda partýið hér. Flestir skólafélagarnir mættu og skemmtum við okkur vel við að borða heimatilbúinn austurlenskan mat (þeir bresku sáu um að drekka bjórinn....hehe...) og allir farnir heim fyrir klukkan ellefu. Frekar skondið.

Ég verð nú að láta það fljóta með að ég fór á leiklistarráðstefnu í Birmingham í síðustu viku og í opnunarávarpinu var minnst á leikfélagið Vesturport sem dæmi um leiklistar SNILLD....íslenska hjartað sló aðeins örar af stolti...hehe.... Reyndar verð ég líka að viðurkenna að ensku fótboltastrákunum í bekknum mínum finnst svakalega merkilegt að íslenska Stoke fólkið sé frá eyjunni minni og að Hemmi Hreiðars hafi átt heima í sama húsi og amma mín og afi. Hehe...já, maður getur verið stoltur af að vera Íslendingur í Englandi....
Framundan er margt skemmtilegt. Við förum til London á morgun og komum aftur á sunnudaginn. Valli sr er á leiðinni og hlökkum við mikið til að sjá hann. Ætlum að sýna honum stórborgina aðeins áður en við komum aftur hingað í sveitasæluna. Á stefnuskránni er að fara til Stratford á leiksýningu. Vonandi gengur það upp. Svo verður páskunum eytt í London.
Drengurinn minn stendur sig afskaplega vel hérna eins og hans er von og vísa. Til að toppa það þá fékk ég bréf í síðustu viku þar sem Englendingarnir hafa í gegnum „national assessment tools“ (ó mæ god, þeir geta verið svo formlegir hérna blessaðir) greint son minn G&T (5-10% af ensku þjóðinni fær þann stimpil) og mér boðið á fund til að ræða það frekar. Gaman fyrir hann!

Jæja, þá best að koma sér almennilega á fætur og heimsækja bókasafnið....skila því sem hefur verið hér um öll gólf undanfarið....hehe...og sækja nýtt sennilega....
Ég ætla að láta þetta duga í bili og sendi mínar bestu kveðjur heim. Ég skrifa mögulega eitthvað hérna fljótlega aftur!

PS. Ég ætla að leyfa mér að auglýsa smávegis hérna. Þetta er svona 'intellectual' dót sem heitir Zometool. Þetta er til að byggja stærðfræði módel en nýtist algjörlega sem leikfang. Ef þið viljið auka formskynjun barnanna ykkar þá mæli ég með þessu. Það er hægt að panta þetta á netinu og ég mæli með þessum kassa.
Þetta er nokkurs konar framlenging á lego og möguleikarnir endalausir. Hefur verið uppspretta mikillar sköpunargleði á mínu heimili og það er til vandræða þegar ég kemst í þetta...mig langar í kassa handa sjálfri mér til að byggja svakalega flott módel. Ég læt fljóta með myndir.

VK-design

A visitor from the 4th dimension, London Knowledge Lab 14.feb.2008