dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, mars 19, 2007

Snúruþankar...

Ég held að ég sé best geymd úti á snúru. Eftir margra ára inniveru um helgar þá er kötturinn laus...Búin að afreka skrall í útlöndum, 2 árshátíðir og 4 ferðir á Lundann síðan 1. febrúar. Geri aðrir betur!
Syndir helgarinnar hafa hreiðrað um sig á hökunni á mér og skyggja á sálina. Ég verð örugglega valin í landsliðið innan skamms. Ég vissi alltaf að það byggi í mér afreksmanneskja en ég var bara ekki viss um á hvaða sviði það væri þá helst. Bleh...

Enn meiri pirringur yfir ákveðnu en sá pirringur verður deyfður með "fýluferð" til Reykjavíkur þar sem ég ætla mér að vera útlendingur í tvo daga. Allar ábendingar um "activity" vel þegnar!!

Sprakk úr innri hlátri í morgun þegar ég heyrði einn sjö ára hafa eftir frasa sem ég nota oft. Smá þras í kringum boltann leiddi af sér geðvonskulegt róa sig! Ég heyrði alveg tóninn í sjálfri mér...

Annars ekki meira að frétta í bili. Eða, jú annars! Það er manneskja sem mig langar að biðjast endurtekinnar fyrirgefningar. Spurning að ég reyni að díla við Straumsgengið og fái þau til að hreinsa fallega silkikjólinn þinn...Hann angar líklega ennþá af Svarta Rússanum mínum... Sendu mér annað hvort reikning eða talaðu við mig og ég fer í málið... ;-P

Og nú ekki meir!

laugardagur, mars 10, 2007

Fjúff, fór í vinnu á mánudag í þeirri trú að flensan væri á bak og burt en nei sko, varð frá að hverfa fyrir klukkan tíu. Algjört angur. En allt að koma núna. Er að spekúlera hvort ég eigi að fara á árshátíð skólans eða ekki. Er ekki alveg að höndla neina stemmningu í augnablikinu. Svefnlaus og illa fyrir kölluð. Ég er líka mjög önnum kafin við að reyna að átta mig á stefnumótun lífs míns. En það er önnur saga.

Annars er ógeðslega lítið að frétta. Rosaleg vonbrigði í gær og almennur pirringur samferða þeim. En það gæti breyst eftir helgina. Verð að reyna að þola ástandið þangað til.

Er að skipuleggja dvöl okkar VK í landi Englanna fyrir páskana. Við verðum í Lundúnum frá laugardagskv. til mánudags og förum þá til Hastings/St. Leonards í Austur Sussex. Líst n0kkuð vel á staðinn og hlakka til að dvelja í íbúðinni hans Helga. Verður bara lovely. Við erum að spöklera hvað við eigum nákvæmlega að taka okkur fyrir hendur í Lundúnum. Það kemur ansi margt til greina. Sonur vill gjarnan fara á söfn. Eða svo segir hann. Ég átti von á einhverjum tívolídraumum en það er greinilegt að ég hef getið af mér nokkuð kúltíveraðan krakka. Eða skapað nörd, myndu einhverjir segja. En það hefur hann náttúrulega frá föður sínum, stóra bróður Harry Potter. (Hehe....eins gott að SK lesi þetta aldrei, myndi kannski ekki alveg falla í kramið...)

En jæja þá, það er mál að linni. Lifið heil!

laugardagur, mars 03, 2007

Blóði drifin uppvakning...

Vaknaði með sár á kinninni. Blæddi og allt! Svaka fjör í rúminu hjá manni greinilega!
Annars var liðin vika glötuð. Var ekkert eðlilega þreytt alla vikuna og endaði með að gefast upp fyrir flensunni á fimmtudag. Svaf nánast samfleytt í tvo sólarhringa. Er fín núna. Missti samt af frænkukvöldi og sumarbústaðarferð með piparkornunum. Verð líklega rekin úr félaginu fyrir aumingjaskap. Ég sem átti að baka 'fölsku' fullnæginguna fyrir stelpurnar. Vona að þær hafi reddað einhverju í staðinn. Ekki var ég að standa mig. Anyhow, er bara nokkuð brött í dag þrátt fyrir smá máttleysi en nú er vesalings móðir mín lögst í flensu. Meira ástandið. En nóg af sjúkrasögum. Þoli ekki svoleiðis.

Draumar mínir gerast háværari með hverjum deginum. Bíð eftir fréttum af mögulegri óvissuferð og páskafrísferðinni okkar VK. Verður bara ljúft. ...

Svo þarf ég að fara að prjóna ungbarnaföt! ;-)

Lifið heil!