dægurflugur og loftkastalar
dramadrottningarinnar ævintýragjörnu
þriðjudagur, apríl 25, 2006
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Sumarið er komið...
Gleðilegt sumar!
Maður er nú voðalega feginn að veturinn skuli officially hafa kvatt okkur. En það er spurning hvort að sumarið hafi mann að fífli eða ekki með eilífu hausti. Í tilefni dagsins ætla ég að gleðja ykkur með frumsömdu ljóði eftir undirritaða. *hehehe*
Annars er bara jollí gúdd að frétta. Páskarnir voru frekar rólegir fyrir utan náttlega grímuballið. Sumardagurinn fyrsti líka. Bara góð tilfinning að eiga frí og gera mest lítið af viti. Nema það að ég er búin að vera að tapa mér í tölvunni. Er núna komin með tryllitækið í gagnið heima hjá mér og er að vinna myndirnar mínar smám saman og koma skipulagi á tónlistina sem ég á. Það er bara gaman. Upplifi mig stundum eins og ungling undanfarið. Alltaf í tölvunni að dedúast eitthvað. En hvað um það. Sonur minn stakk upp á að við skelltum okkur til Ítalíu í sumar. Mér líst ógeðslega vel á það en ég er ekki viss um fjármálin. Við sjáum til. Kannski seinna bara.
Hér er ljóðið, það var samið síðasta vetrardag 2004, skilað inn sem hluta áfanga í KHÍ sem kallaðist listir í skólastarfi. Þar þurfti maður að koma út úr skápnum sem ljóðskáld. Mér fannst það bara gaman eftir fyrstu hindranirnar. Ég gerði nefnilega svolítið af því að semja ljóð þegar ég var krakki. Hætti því þegar strákafíflin í bekknum minum stálu þeim og lásu upp fyrir framan alla og hlógu sig máttlausa að orðaleppunum. Stund sem ég minnist með hrolli. En svona eru börn. Helvíti grimm á sinn saklausa hátt. Njótið nú:
Kveðjuathöfn vetrarins
Veturinn kveður með appelsínugulum eldi
Sólin vermir sandinn
sem fyllir skóna mína
tveir vinir í flæðarmálinu
eltast við aðfallið
dauður krabbi
brotnar skeljar
leifar vetrar
við sjóndeildarhringinn brosir sólin um leið og hún leggst til svefns í hafið
og hvíslar loforð um ljúfa endurfundi
Þegar sumarið hefur lifnað við í alvörunni
Sjónarspilið er bara leikur vetrarins svo við gleymum hvað hann beit okkur fast í janúar.
Ef þið viljið þá megið þið geta upp á því hvar þetta gerist.*hehe* kannski ekki erfitt að sjá það.
Maður er nú voðalega feginn að veturinn skuli officially hafa kvatt okkur. En það er spurning hvort að sumarið hafi mann að fífli eða ekki með eilífu hausti. Í tilefni dagsins ætla ég að gleðja ykkur með frumsömdu ljóði eftir undirritaða. *hehehe*
Annars er bara jollí gúdd að frétta. Páskarnir voru frekar rólegir fyrir utan náttlega grímuballið. Sumardagurinn fyrsti líka. Bara góð tilfinning að eiga frí og gera mest lítið af viti. Nema það að ég er búin að vera að tapa mér í tölvunni. Er núna komin með tryllitækið í gagnið heima hjá mér og er að vinna myndirnar mínar smám saman og koma skipulagi á tónlistina sem ég á. Það er bara gaman. Upplifi mig stundum eins og ungling undanfarið. Alltaf í tölvunni að dedúast eitthvað. En hvað um það. Sonur minn stakk upp á að við skelltum okkur til Ítalíu í sumar. Mér líst ógeðslega vel á það en ég er ekki viss um fjármálin. Við sjáum til. Kannski seinna bara.
Hér er ljóðið, það var samið síðasta vetrardag 2004, skilað inn sem hluta áfanga í KHÍ sem kallaðist listir í skólastarfi. Þar þurfti maður að koma út úr skápnum sem ljóðskáld. Mér fannst það bara gaman eftir fyrstu hindranirnar. Ég gerði nefnilega svolítið af því að semja ljóð þegar ég var krakki. Hætti því þegar strákafíflin í bekknum minum stálu þeim og lásu upp fyrir framan alla og hlógu sig máttlausa að orðaleppunum. Stund sem ég minnist með hrolli. En svona eru börn. Helvíti grimm á sinn saklausa hátt. Njótið nú:
Kveðjuathöfn vetrarins
Veturinn kveður með appelsínugulum eldi
Sólin vermir sandinn
sem fyllir skóna mína
tveir vinir í flæðarmálinu
eltast við aðfallið
dauður krabbi
brotnar skeljar
leifar vetrar
við sjóndeildarhringinn brosir sólin um leið og hún leggst til svefns í hafið
og hvíslar loforð um ljúfa endurfundi
Þegar sumarið hefur lifnað við í alvörunni
Sjónarspilið er bara leikur vetrarins svo við gleymum hvað hann beit okkur fast í janúar.
Ef þið viljið þá megið þið geta upp á því hvar þetta gerist.*hehe* kannski ekki erfitt að sjá það.
sunnudagur, apríl 16, 2006
Svona er það þegar maður er í fríi...þá fer maður að gera ýmislegt sjálfum sér til skemmtunar...
Your Five Variable Love Profile |
Propensity for Monogamy: Your propensity for monogamy is medium. In general, you prefer to have only one love interest. But it's hard for you to stay devoted for too long! There's too much eye candy to keep you from wandering. Experience Level: Your experience level is high. You've loved, lost, and loved again. You have had a wide range of love experiences. And when the real thing comes along, you know it! Dominance: Your dominance is medium. You tend to be the one with more power. You aren't a total control freak in relationships.. But of course you don't mind getting you way! Cynicism: Your cynicism is low. You are an eternal optimist when it comes to love and romance. No matter how many times you've been hurt - you're never bitter. You believe in one true love, your perfect soulmate. And if you haven't found true love yet, you know you will soon. Independence: Your independence is high. You don't need to be in love, and sometimes you don't even want love. Having your own life is very important for you... Even more important than having a relationship. |
Strákapartí á bóndadaginn
Ég sagði ykkur frá því að ég hélt strákapartí á bóndadaginn fyrir son minn og félaga. Hér er mynd af því þegar þeir voru búnir að spila og syngja dágóða stund. Mjög efnilegir drengir á ferð.
laugardagur, apríl 15, 2006
Páskahelgi...
Jæja. Þá er páskafríið hálfnað. Búið að vera alveg yndislegur tími hér á bæ. Sonurinn meira og minna búinn að vera að leika með prinsessunni á móti alla dagana. Er þar einmitt í augnablikinu. Skemmtilegt fyrir þau. Hehe. Á miðvikudagskvöldið fór ég á tónleika með Ragnheiði Gröndal. Frábærir alveg hreint. Þau voru bara þarna tvö systkinin hún og Haukur. Hún söng og spilaði á píanó og hann strippaði...nei spilaði á klarinett og saxófón. Þetta var mjög þjóðlegt og fallegt. Það þarf ekki að taka fram að salurinn er frábær til svona gjörninga. Vonandi gefast fleiri tækifæri til að koma þangað á næstunni.
Fimmtudagurinn fór í að dunda heima við. Var með matarboð fyrir afa og ömmu um kvöldið. Gaf þeim humarsúpu sem var æði þó ég segi sjálf frá. Síðar um kvöldið fékk skemmtilega heimsókn. Stefanía vinkona mín kom með tölvugúru með sér í von um ískaldan öl sem var búið að lofa þeim sem kæmi færandi tæknikunnáttuhendi. En tengingin var sem sagt komin í gagnið þannig að gúrúinn fékk bara öl af því tilefni. Hehe.
Gærdagurinn var með eindæmum próduktífur hjá mér. Byrjaði á að fara á fætur á gjörsamlega ókristilegum tíma (svona miðað við að það var föstudagurinn langi og svona). Saumaði kjól eða búning til að fara í á grímuball um kvöldið. Eldaði quinoa/tofu hádegismat og bakaði afmælisköku handa Valla eldri en hann varð einmitt 53 ára í gær. Eftir þetta var mín alveg búin og lagði sig aðeins. Það eina sem var eftir að gera seinni partinn var að þrengja blessaðan kjólinn aðeins og beið ég eftir að móðir mín kæmi heim úr vinnu til að títuprjóna þrenginguna á bakið á mér. Vildi ekki betur til en svo að saumavélin fór í verkfall. Við erum að tala um overlokk vél með fjórum þráðum og tveimur nálum. Önnur nálin losnaði og þvílíka vesenið að þræða helvítis tvinnan allan aftur. Mér fannst ég með risaputta því að ekki kemst maður að hlutunum þarna án þess að skrúfa hitt og þetta frá og þræða þetta svo með töngum og alles. Jæja mín var orðin svolítið stressuð eftir 40 mínútna púl yfir þessu. En þetta small í gang að lokum og kjóllinn var bara allt í lagi. Ég þóttist vera Morticia Adams og var ég sátt við gallan nema að hárkollan var aðeins að stríða mér. Flæktist endalaust og gat bara gert mann brjálaðan.
Jæja, grímuballið var náttúrulega bara upplifun út af fyrir sig. Ætla ekki að fara nánar út í það en takk fyrir mig drengir. Sérstaklega Kristleifur. Þetta var allt geðveikislega flott. Allt frá móttökunum niðri, myndatökunni og skreytingunum til matarins og skemmtiatriðanna. Diskóið í restina var svo bara fínt þangað til maður dreif sig bara heim að verða þrjú um nóttina.
Í dag var maður náttúrulega alveg öfga hress. Eða þannig. Ekki svo slæmt samt. Leigði nýjustu Harry Potter og horfði með VK. Tók svo Must love dogs og Pride & Prejudice. Búin að horfa á þá fyrri. Bara ágæt. Ætla að geyma P&P þangað til á eftir. Hlakka til að sjá hana.
Jæja elskurnar mínar. Ég ætla að fara að horfa á P&P. Gleðilega páska vinir mínir nær og fjær.
Fimmtudagurinn fór í að dunda heima við. Var með matarboð fyrir afa og ömmu um kvöldið. Gaf þeim humarsúpu sem var æði þó ég segi sjálf frá. Síðar um kvöldið fékk skemmtilega heimsókn. Stefanía vinkona mín kom með tölvugúru með sér í von um ískaldan öl sem var búið að lofa þeim sem kæmi færandi tæknikunnáttuhendi. En tengingin var sem sagt komin í gagnið þannig að gúrúinn fékk bara öl af því tilefni. Hehe.
Gærdagurinn var með eindæmum próduktífur hjá mér. Byrjaði á að fara á fætur á gjörsamlega ókristilegum tíma (svona miðað við að það var föstudagurinn langi og svona). Saumaði kjól eða búning til að fara í á grímuball um kvöldið. Eldaði quinoa/tofu hádegismat og bakaði afmælisköku handa Valla eldri en hann varð einmitt 53 ára í gær. Eftir þetta var mín alveg búin og lagði sig aðeins. Það eina sem var eftir að gera seinni partinn var að þrengja blessaðan kjólinn aðeins og beið ég eftir að móðir mín kæmi heim úr vinnu til að títuprjóna þrenginguna á bakið á mér. Vildi ekki betur til en svo að saumavélin fór í verkfall. Við erum að tala um overlokk vél með fjórum þráðum og tveimur nálum. Önnur nálin losnaði og þvílíka vesenið að þræða helvítis tvinnan allan aftur. Mér fannst ég með risaputta því að ekki kemst maður að hlutunum þarna án þess að skrúfa hitt og þetta frá og þræða þetta svo með töngum og alles. Jæja mín var orðin svolítið stressuð eftir 40 mínútna púl yfir þessu. En þetta small í gang að lokum og kjóllinn var bara allt í lagi. Ég þóttist vera Morticia Adams og var ég sátt við gallan nema að hárkollan var aðeins að stríða mér. Flæktist endalaust og gat bara gert mann brjálaðan.
Jæja, grímuballið var náttúrulega bara upplifun út af fyrir sig. Ætla ekki að fara nánar út í það en takk fyrir mig drengir. Sérstaklega Kristleifur. Þetta var allt geðveikislega flott. Allt frá móttökunum niðri, myndatökunni og skreytingunum til matarins og skemmtiatriðanna. Diskóið í restina var svo bara fínt þangað til maður dreif sig bara heim að verða þrjú um nóttina.
Í dag var maður náttúrulega alveg öfga hress. Eða þannig. Ekki svo slæmt samt. Leigði nýjustu Harry Potter og horfði með VK. Tók svo Must love dogs og Pride & Prejudice. Búin að horfa á þá fyrri. Bara ágæt. Ætla að geyma P&P þangað til á eftir. Hlakka til að sjá hana.
Jæja elskurnar mínar. Ég ætla að fara að horfa á P&P. Gleðilega páska vinir mínir nær og fjær.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
laugardagur, apríl 08, 2006
Þráhyggja og fleira skemmtiefni...
Jæja þá. Vikan hefur verið frekar róleg eitthvað. Mitt helsta viðfangsefni hefur verið að reyna að koma þráðlausu netkorti og adsl tengingu í gagnið heima hjá mér. Með fremur glötuðum árangri. Lýsi hér með eftir tölvugúrúum í heimsókn. Ískaldur öl í boði fyrir veitta þjónustu! Látið ekki þetta tilboð framhjá ykkur fara...
Vá ég man varla hvað ég var að gera annars. Jú hóaði í árlegt eggjamálunarhóf okkar Margrétar og drengjanna. Heppnaðist svo vel að við ætlum að halda áfram á mánudagskvöldið. Bara skemmtilegt. Sniðugt að geta þess að undanfarin ár höfum við einmitt um páskana gert eitthvað ógurlega skapandi með strákunum. Og ekki gott að fara að klikka neitt á því núna, eða hvað?
Tónleikar Vormanna Íslands síðastliðið sunnudagskvöld voru frábærir. Rosalega var gaman. Mér finnst nú Ólafur Kjartan alltaf æðislega hot. Verð bara að viðurkenna það. Myndi alveg vilja mæta honum í myrkri sko. Nei ég segi nú bara svona. Og gaman fyrir Alexander Jarl að fá að taka þátt í þessu með þeim.
Svo hlakkar maður bara til næstu tónleika í Samkomuhúsinu. Ragnheiður Gröndal & friends koma þar fram þann 12. apríl. Ég mæti pottþétt.
Ég fór í aðra fermingarveislu í dag. Bryndís Ýr frænka fermdist í dag og var veislan frábær. Æðislegur matur og geðveikar tertur sem Sigurjón hennar Önnu Sirrýjar sá um að baka. Hann er nú bara listamaður strákurinn.
Ein kjánahrollssaga svona í lokin: haldið þið ekki að gamla gobban sé farin að fíla eitthvað gelgju indí danslag. Ég er að tryllast yfir að heyra þetta blessaða lag í útvarpinu. Veit náttúrulega ekki hvað flytjandinn heitir nákvæmlega eða lagið. En mér finnst þetta bara skemmtilegt lag en ferlega gelgjulegt samt.
Og alveg í blálokin. Það rifjast upp fyrir mér að Sóley bað mig að segja söguna af því hvers vegna blaðagrindarstatífið var fengið á nýja baðherbergið. Það var þannig að þegar við vinkonurnar vorum að dimmitera fyrir stúdentsútskriftina (fyrir 5 árum eða svo) þá var maður náttúrulega búinn að vera á ferðinni frá því um miðja nótt og auðvitað var einhver vökvi innbyrgður. Þegar líða tók á morguninn fór mönnum að verða mál að pissa og var ákveðið að fara heim til Sóleyjar í pissupásu. Þegar maður komst loksins að blasti við manni yndislega eftirminnileg sjón. Stafli af tímaritum, bókum, ferðageislaspilari og diskar og ýmislegt annað afþreyingarefni. Þessi sjón varð að þráhyggju í huga mér sem nú hefur verið svalað að hluta. Á reyndar alveg eftir að græja hljómþáttinn en það kemur kannski seinna. *tíhíhí*
Fyrst ég er komin út í að tala um dimmisjónina þá get ég ekki sleppt því að nefna það þegar Magnús Arnar bankastjóri (held ég ) hringdi í útvarpið og bað um óskalag. Eins og allir vita smakkaði drengurinn ekki áfengi (alla vega ekki þá), hann drakk bara pepsi og var stoltur af. Jæja nema þegar við komum í skólann, eftir að hafa vakið kennarana á ókristilegum tíma, þá vék einn kennarinn sér að honum Magnúsi og hundskammaði hann fyrir að vera að vera skólanum til skammar með því að vera að hringja blindfullur í útvarpið...*mikið sárnaði peyjanum...og okkur líka því að enginn varð sér neitt til skammar, alla vega ekki fyrr en um kvöldið kannski...nei ég segi nú bara svona*
Vá ég man varla hvað ég var að gera annars. Jú hóaði í árlegt eggjamálunarhóf okkar Margrétar og drengjanna. Heppnaðist svo vel að við ætlum að halda áfram á mánudagskvöldið. Bara skemmtilegt. Sniðugt að geta þess að undanfarin ár höfum við einmitt um páskana gert eitthvað ógurlega skapandi með strákunum. Og ekki gott að fara að klikka neitt á því núna, eða hvað?
Tónleikar Vormanna Íslands síðastliðið sunnudagskvöld voru frábærir. Rosalega var gaman. Mér finnst nú Ólafur Kjartan alltaf æðislega hot. Verð bara að viðurkenna það. Myndi alveg vilja mæta honum í myrkri sko. Nei ég segi nú bara svona. Og gaman fyrir Alexander Jarl að fá að taka þátt í þessu með þeim.
Svo hlakkar maður bara til næstu tónleika í Samkomuhúsinu. Ragnheiður Gröndal & friends koma þar fram þann 12. apríl. Ég mæti pottþétt.
Ég fór í aðra fermingarveislu í dag. Bryndís Ýr frænka fermdist í dag og var veislan frábær. Æðislegur matur og geðveikar tertur sem Sigurjón hennar Önnu Sirrýjar sá um að baka. Hann er nú bara listamaður strákurinn.
Ein kjánahrollssaga svona í lokin: haldið þið ekki að gamla gobban sé farin að fíla eitthvað gelgju indí danslag. Ég er að tryllast yfir að heyra þetta blessaða lag í útvarpinu. Veit náttúrulega ekki hvað flytjandinn heitir nákvæmlega eða lagið. En mér finnst þetta bara skemmtilegt lag en ferlega gelgjulegt samt.
Og alveg í blálokin. Það rifjast upp fyrir mér að Sóley bað mig að segja söguna af því hvers vegna blaðagrindarstatífið var fengið á nýja baðherbergið. Það var þannig að þegar við vinkonurnar vorum að dimmitera fyrir stúdentsútskriftina (fyrir 5 árum eða svo) þá var maður náttúrulega búinn að vera á ferðinni frá því um miðja nótt og auðvitað var einhver vökvi innbyrgður. Þegar líða tók á morguninn fór mönnum að verða mál að pissa og var ákveðið að fara heim til Sóleyjar í pissupásu. Þegar maður komst loksins að blasti við manni yndislega eftirminnileg sjón. Stafli af tímaritum, bókum, ferðageislaspilari og diskar og ýmislegt annað afþreyingarefni. Þessi sjón varð að þráhyggju í huga mér sem nú hefur verið svalað að hluta. Á reyndar alveg eftir að græja hljómþáttinn en það kemur kannski seinna. *tíhíhí*
Fyrst ég er komin út í að tala um dimmisjónina þá get ég ekki sleppt því að nefna það þegar Magnús Arnar bankastjóri (held ég ) hringdi í útvarpið og bað um óskalag. Eins og allir vita smakkaði drengurinn ekki áfengi (alla vega ekki þá), hann drakk bara pepsi og var stoltur af. Jæja nema þegar við komum í skólann, eftir að hafa vakið kennarana á ókristilegum tíma, þá vék einn kennarinn sér að honum Magnúsi og hundskammaði hann fyrir að vera að vera skólanum til skammar með því að vera að hringja blindfullur í útvarpið...*mikið sárnaði peyjanum...og okkur líka því að enginn varð sér neitt til skammar, alla vega ekki fyrr en um kvöldið kannski...nei ég segi nú bara svona*
miðvikudagur, apríl 05, 2006
sunnudagur, apríl 02, 2006
Heja...
...allesammen!
Helgin hefur bara verið ágæt. Byrjaði vel alla vega. Jóhanna vinkona kom hingað til eyja á föstudaginn og kom í mat til mín ásamt Helgu vinkonu. Ég gaf þeim uppáhaldsréttinn minn (í augnablikinu alla vega). Eiginlega stolin eða alla vega stílfærð uppskrift að volga kjúklingasalatinu á Caruso. Klikkar bara ekki. Eftir þessa undursamlegu máltíð drifum við okkur til að hitta Þjóðhildi í leikhúsinu. Leikfélagið er að sýna Nunnulíf og var sýningin hin besta skemmtun. Alveg frábært að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að maður geti skemmt sér í smá stund. Frábært og takk fyrir mig! Jóhanna vinkona fékk nú að heyra það hjá familíunni að hún væri að koma til eyja til að fara í leikhús. Hvað með það? Hún skemmti sér mjög vel og ég er alveg viss um að hún hefði ekkert frekar farið í borginni. Bara gaman að upplifa menninguna á æskuslóðunum. Jæja að leiksýningunni lokinni var haldið heim til mín aftur. Ég hafði boðið nokkrum útvöldum í Margarítusamkvæmi sem heppnaðist með ágætum þrátt fyrir nokkur afföll í mætingu (Áa og Hildur! Þið getið sjálfum ykkur um kennt, híhí...). Hef betri fyrirvara næst! Um miðja nótt var svo haldið á Lundann. Hefði alveg getað lifað án þeirrar upplifunar en allt í lagi með það. Hápunktur kvöldsins var náttúrulega þegar ég hitti “drauma”prinsinn á Lundanum og skálaði við hann. *hehehe* Say no more...
Gærdagurinn var svo þétt skipaður að ég mátti ekki vera að því að velta mér upp úr timburmönnum. Svo sem ekki ástæða til heldur.
Þorleifur Sigurlásson frændi minn komst svo í fullorðinna manna tölu í dag og af því tilefni fórum við í frábæra veislu. Alveg stórglæsileg hjá þeim. Takk fyrir mig!
Í kvöld á ég svo stefnumót við Vormenn Íslands (Óli stjarna included!) og hlakka ég mikið til. Segi ykkur frá því síðar.
Ég var að klára ferlega skondna spennusögu sem heitir Falin myndavél. Hún gerist í Kaupmannahöfn sem mér fannst mjög skemmtilegt og eiginlega það besta. Allt í lagi samt. Nennti alla vega að klára. Núna er að byrja að lesa bók eftir Isabel Allende; Ást og skuggar. Er aðeins byrjuð og lýst bara vel á. Ég fíla stílinn hennar.
Helgin hefur bara verið ágæt. Byrjaði vel alla vega. Jóhanna vinkona kom hingað til eyja á föstudaginn og kom í mat til mín ásamt Helgu vinkonu. Ég gaf þeim uppáhaldsréttinn minn (í augnablikinu alla vega). Eiginlega stolin eða alla vega stílfærð uppskrift að volga kjúklingasalatinu á Caruso. Klikkar bara ekki. Eftir þessa undursamlegu máltíð drifum við okkur til að hitta Þjóðhildi í leikhúsinu. Leikfélagið er að sýna Nunnulíf og var sýningin hin besta skemmtun. Alveg frábært að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að maður geti skemmt sér í smá stund. Frábært og takk fyrir mig! Jóhanna vinkona fékk nú að heyra það hjá familíunni að hún væri að koma til eyja til að fara í leikhús. Hvað með það? Hún skemmti sér mjög vel og ég er alveg viss um að hún hefði ekkert frekar farið í borginni. Bara gaman að upplifa menninguna á æskuslóðunum. Jæja að leiksýningunni lokinni var haldið heim til mín aftur. Ég hafði boðið nokkrum útvöldum í Margarítusamkvæmi sem heppnaðist með ágætum þrátt fyrir nokkur afföll í mætingu (Áa og Hildur! Þið getið sjálfum ykkur um kennt, híhí...). Hef betri fyrirvara næst! Um miðja nótt var svo haldið á Lundann. Hefði alveg getað lifað án þeirrar upplifunar en allt í lagi með það. Hápunktur kvöldsins var náttúrulega þegar ég hitti “drauma”prinsinn á Lundanum og skálaði við hann. *hehehe* Say no more...
Gærdagurinn var svo þétt skipaður að ég mátti ekki vera að því að velta mér upp úr timburmönnum. Svo sem ekki ástæða til heldur.
Þorleifur Sigurlásson frændi minn komst svo í fullorðinna manna tölu í dag og af því tilefni fórum við í frábæra veislu. Alveg stórglæsileg hjá þeim. Takk fyrir mig!
Í kvöld á ég svo stefnumót við Vormenn Íslands (Óli stjarna included!) og hlakka ég mikið til. Segi ykkur frá því síðar.
Ég var að klára ferlega skondna spennusögu sem heitir Falin myndavél. Hún gerist í Kaupmannahöfn sem mér fannst mjög skemmtilegt og eiginlega það besta. Allt í lagi samt. Nennti alla vega að klára. Núna er að byrja að lesa bók eftir Isabel Allende; Ást og skuggar. Er aðeins byrjuð og lýst bara vel á. Ég fíla stílinn hennar.