dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Málað til að gleyma??

Föstudagskvöldið fór í yndisstundir með málningarrúllu, pensil, límband, bakka og bjór í hönd (ekki allt á sama tíma samt!). Piparkornin sýndu sig nefnilega og sönnuðu í málningarvinnu og almennri hjálpsemi að mér skilst, um helgina. : )

Þrátt fyrir óveðursskýin í loftinu var laugardagurinn tekinn snemma og stefnan tekin á Hvíta húsið. Þar beið mín glæsimenni sem vildi ólmur kenna mér á stafrænu myndavélina mína sem ég er búin að eiga í tæplega þrjú ár. Þekking mín á notkunarmöguleikum þess eðalgrips einskorðaðist við kveikja/slökkva, súmma að og frá, smella af og skoða myndir sem teknar hafa verið. Mér til mikillar ánægju leiddi þessi ágæti ungi maður mig í allan sannleikann um að vélin mín var góð kaup og ætti ég nú að geta tekið myndir af ýmsu tagi. Talið bara við mig ef þið viljið prófa að vera módel! Reyndar hefur það verið draumur hjá mér lengi að taka þemamyndir af fólki. Ég hef ákveðin "þemu" í huga og nokkrar fyrirsætur sem kæmu til greina. Ég geri þetta kannski þegar ég fer í eða verð útskrifuð úr skólanum sem mig langar svo að skella mér í. Þetta er skemmtilega uppsett prógramm og á að nýtast flestum. Endilega kíkið á heimasíðuna ef ykkur langar að læra ljósmyndun. Það er líka hægt að skrá sig og fá fréttabréf með góðum ljósmynaráðum.

Jæja, eftir yndisstundirnar með allt í höndunum fékk mín svo mikla framkvæmdaorku að baðherbergið fékk að kenna á því! Eða þannig því að nú er þetta allt að koma LOKSINS!!!!


Annað er ekki að frétta í bili.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Látið ykkur ekki bregða

Ég valdi stillingu á kommentin hjá mér sem ætti að koma í veg fyrir svona uppáþrengjandi spamkomment. Þetta ætti að vera þannig að þegar þið kommentið þá þurfið þið að stafa orð til að senda. Svipað og þegar maður stofnar svona blogg. Vonandi að þetta haldi spaminu í burtu. En verið alveg óhrædd að skilja eftir komment. Það er bara skemmtilegt sko.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Pipar...

Loksins er ég orðin eigandi risastórrar r....laga piparkvarnar af stærri tegundinni. :-) Ég er alsæl með nýju piparkvörnina mína og reikna fastlega með mikilli notkun í framtíðinni.

Piparkvöldið tókst í alla staði vel og býst ég við að uppbyggileg matargagnrýni birtist fljótlega á annál MissHillarý!

Ég braut hinn svokallaða "á Lundann einu sinni á ári" múr en um helgina voru einungis 9 mánuðir liðnir frá síðustu heimsókn minni þangað. Ég varð mjög ánægð með að uppgötva að sem betur fer lítur ekki út fyrir að ég hafi misst af nokkrum sköpuðum hlut. Hitti nú samt margt skemmtilegt fólk. Áður en Lundinn var fundinn var komið við á Kaffi Johnsen eða Þrastarlundi eins og einn sagði. Það var bara gaman og fékk ég ókeypis persónuleikagreiningu hjá ungum pilti. Niðurstaða þeirrar greiningar var vægast sagt áhugaverð! ;-) Væri munur ef fleiri væru svona næmir!

Ég fékk svo í annað sinn á ævinni heimfylgd kornungs pilts sjálfri mér til mikillar ánægju og yndisauka...!

Dagurinn í dag hefur einkennst af framkvæmdaleysi og andleysi af verri sortinni. :-( En sem betur fer er þessi dagur brátt að kveldi kominn þannig að maður getur fljótlega farið að sofa og hlakkað til þess sem morgundagurinn ber í skauti sér!

Bless í bili!

laugardagur, nóvember 12, 2005

Drama...

Mikið held ég stundum að sonur minn sé óheppinn að eiga mig fyrir móður. Það er alla vega mikið kvartað undan því hvað ég er erfið þessa dagana. Gef til dæmis ekki eftir þegar verið er að suða um hluti og nýjasta nýtt er að nota dramaköst til að reyna að fá sínu framgengt. Virkar bara því miður ekki og ekki gleyma samanburðinum við ÖMMU. "Sko þegar ég gisti hjá ömmu þá vekur hún mig svo blíðlega og er ekkert að reka á eftir mér". Svo klæðir hún mig alltaf í sokka sem hafa verið geymdir á ofninum. Til að mér verði ekki kalt! Svo finnst mér bara svo pirrandi hvernig þú segir mér að fara fram úr og gera það sem ég á að gera."
Svo vorum við að spila körfuboltaspil í kvöld og mér varð á að skora tvær körfur. Meiri heppni en hæfileikar en ógeðslega erfitt að hitta í þessar körfur samt. Þá runnu nú tvær grímur á unga manninn vammlausa! Og enduðu leikar með því að gríman féll alveg og dramakastið hefði átt að fá tilnefningu til einhverra verðlauna! En svo féll allt aftur í ljúfa löð en ég fékk samt smá áminningu um betri uppvakningu hjá ömmu. En það verður bara að hafa það svona. Hann veit bara ekki hvað hann er heppinn! En hann mun átta sig á því fljótlega.

Smá gullkorn: á kvennafrídaginn ákvað ég að segja syni mínum að hann yrði að sjá um kvöldmatinn þar sem það væri kvennafrí og hvorki ég né amma hans yrðum tiltækar í eldamennskuna. Kom upp ótrúlega særður svipur með tárum og alles. Og ekki stóð á svarinu: Nei ég get það alls ekki. Ég er ekki einu sinni byrjaður í matreiðslu í skólanum og er ekki í neinni æfingu í að elda!...Ekki lengi að útskýra það.

Annars er piparkornakvöld hjá mér annað kvöld. Fyrir þá sem ekki vita þá er það félagskapur nokkurra einstaklega skemmtilegra kvenna sem einu sinni voru allar einhleypar en það hefur nú breyst þannig að það er spurning um að breyta nafni félagsins eða reka þá sem ekki uppfylla skilyrðin. En ég er viss um að kvöldið verður skemmtilegt. Á morgun eru svo tónleikar Lúðrasveitarinnar og ég og VK mætum pottþétt. Svo er nótt safnanna hér í bæ og um að gera að nýta sér þá menningarviðburði sem í boði eru!

Mig langar enn alveg rosalega mikið að skreppa tilAmeríku. Vona bara að mér takist það á næsta ári. Helst snemma. Það er voðalega vont að vera svona, ég veit ekki hvaða ferðatöskugen ég hef fengið í blóð mitt þar sem foreldrar mínir eru einstaklega heimakært fólk. En þetta er kannski eitthvað fjarskylt gen! ;-)

Jæja ég er hætt í bili!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Þá er það á hreinu!

Your Brain is 80.00% Female, 20.00% Male


Your brain leans female
You think with your heart, not your head
Sweet and considerate, you are a giver
But you're tough enough not to let anyone take advantage of you!

What Gender Is Your Brain?


Þetta er nú bara fyndið próf. Ég átti alveg eins von á að koma út með meiri hlutann karl-lægan en það var nú ekki. Það hljóta samt allir að koma út kvenlægir, svona miðað við spurningarnar. Að minnsta kosti víðsýnt og vel gefið fólk! (No offense if your outcome is different!)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Sjálfala?

Sonur minn var að undirbúa sig fyrir próf fyrr í kvöld. Námsefnið fjallaði um íslensku húsdýrin þ.á.m. sauðfé. Meðal annars var fjallað um að fé gengi sjálfala á fjöllum. Ég spurði drenginn hvort hann áttaði sig á því hvað sjálfala merkti og ekki stóð á svarinu: já ég veit alveg hvað það er, það er svona eins og ég, ég er alveg sjálfala!... ???? Ekki alveg besta hrósið í eyru móðurinnar. Ég benti honum á að þetta orð væri notað yfir þann sem sæi um sig sjálfur og fyndi sér æti upp á eigin rammleik. Ungi maðurinn var enn á sömu skoðun; já, einmitt , það er það sem ég geri alltaf. :-?

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Gúrkutíð...

Æ, segið mér eitthvað sniðugt!