Ljós og friður í sál.
Komið þið sæl ef þið eruð þá einhver eftir. Ég bið afsökunar á því hve illa mér gengur að standa við fyrirhuguð skrif og fleira. En ég er að byrja að gera mér grein fyrir því að þegar ég er í námi þá dreymir mig um að búa í útópíu námsmannsins. Hún er svona: Ég búin að þrífa húsið mitt hátt og lágt og fíngerð ljós glitra í frönsku gluggunum og blika í trjánum fyrir utan. Það er 1.des! Úti er kalt og stillt en inni snarkar eldur í arni og megastilltir krakkar sitja og föndra á milli þess sem þau bíða eftir snjónum og jólunum. Ég, móðirin og hinn gullmyndarlegi faðir þeirra brosum til hvers annars á milli þess sem við föndrum með börnunum og gerum okkur klár fyrir hinar margvíslegu gleðistundir sem við munum eiga á aðventunni. Svona líður desember í hreinu og fallegu húsi með kátum börnum og dásamlegum eiginmanni og skemmtilegum stundum með vinum og piparkökum og rauðvíni endrum og eins. Ekki gleyma jólailminum sem í mínum huga er ilmurinn af ristuðum hnetum og piparkökum. Oh, ég sé alveg kransinn á útidyrahurðinni sem ég gerði með stelpunum. Og svona skandinavískt jólaskraut. mmm. En því miður þá er þetta ekki svona hjá mér. Ég er búin að vera í prófum fyri jólin síðan 1999. Vegna þess að ég gat ekki látið tímann líða og fór í ferðamálafræði og íslensku í Háskólanum. Svoleiðis að nú er þriðja árið mitt í Kennó hálfnað og ekki nema ein svona prófstreitujól eftir í bili allavega. Svo finnur maður sér bara eitthvað annað til að læra eða vera stressaður út af.
Nú skal ég lýsa desember eins og hann er í alvörunni hjá mér:
1.sunnudagur í aðventu: mikið jólaskap og stemmning til að þrífa og skreyta og föndra með barninu, baka og svona. En nei, ekki aldeilis góða mín. Verkefni, verkefni, verkefni, verkefni, verkefni, próf, próf. Hvað varð um áformin um að vera búin að lesa svo vel allan veturinn að maður rétt þyrfti að rifja upp daginn fyrir próf? Ég veit það eiginlega ekki. Mér finnst þessi önn með þeim skárri svona eftir á að hyggja en samt missti maður sig alveg í skipulagi og fleiru.
Og svo er kominn þorláksmessa og ég er búin að bjóða í Ris a´la mande partí í kvöld, að vanda. Alveg ómissandi og jafnast á við tvö jólaboð. Þannig að í gærkveldi steig stressmælirinn heldur betur. Allt eftir: hrúgur af óhreinum þvotti biðu eftir að komast að í vélina, rykhaugar í flestum hornum og ekki búið að setja nærri því allt jólaskrautið upp, hvað þá baka eitthvað eða laga grautinn. seiseinei! En það er ekki það versta skal ég segja ykkur. Ég er ekki búin að fara með jólagjafirnar í póst. Þannig að það var þeyst á pósthúsið klukkan níu í morgun. Og vakti mikla hneykslan hjá starfsfólki póstsins ;-) En það jafnaði sig fljótlega. Jæja pakkarnir farnir en ófært með flugi og ekki útlit fyrir að neitt af þessu berist fyrir jól. (sem er kannski líka til einum of mikils ætlast). En viti menn, það var flug í hádeginu og ég sé fram á að eitthvað af þessu skili sér á tíma. En svo er alveg efni í aðra sögu reynsla mín af skráningarkerfi bandarísku ríkisstjórnarinnar vegna pakka sem innihalda sælgæti. Það stóð til að senda Sóley greyinu pakka með nammi í en það er svo sannarlega efni til að endurskoða þá ákvröðun, en eins og ég sagði þá er það efni í aðra sögu.
En ég lofa því að ég er ekki stressuð yfir þessu öllu í alvörunni, eða að minnsta kosti ekki svo voðalega mikið. En rykkornin hverfa fyrir sópnum og þvotturinn ratar í þvottavélina og kræsingar möndlupartísins standa tilbúnar á eldhúsborðinu hjá mér klukkan sex í dag. Og svo koma jólin á morgun og ég mun eiga góðar stundir með syni mínum.
Ég hlakka svo til!!
Sí you leiter og Merrí kristmas evríboddí!!
Nú skal ég lýsa desember eins og hann er í alvörunni hjá mér:
1.sunnudagur í aðventu: mikið jólaskap og stemmning til að þrífa og skreyta og föndra með barninu, baka og svona. En nei, ekki aldeilis góða mín. Verkefni, verkefni, verkefni, verkefni, verkefni, próf, próf. Hvað varð um áformin um að vera búin að lesa svo vel allan veturinn að maður rétt þyrfti að rifja upp daginn fyrir próf? Ég veit það eiginlega ekki. Mér finnst þessi önn með þeim skárri svona eftir á að hyggja en samt missti maður sig alveg í skipulagi og fleiru.
Og svo er kominn þorláksmessa og ég er búin að bjóða í Ris a´la mande partí í kvöld, að vanda. Alveg ómissandi og jafnast á við tvö jólaboð. Þannig að í gærkveldi steig stressmælirinn heldur betur. Allt eftir: hrúgur af óhreinum þvotti biðu eftir að komast að í vélina, rykhaugar í flestum hornum og ekki búið að setja nærri því allt jólaskrautið upp, hvað þá baka eitthvað eða laga grautinn. seiseinei! En það er ekki það versta skal ég segja ykkur. Ég er ekki búin að fara með jólagjafirnar í póst. Þannig að það var þeyst á pósthúsið klukkan níu í morgun. Og vakti mikla hneykslan hjá starfsfólki póstsins ;-) En það jafnaði sig fljótlega. Jæja pakkarnir farnir en ófært með flugi og ekki útlit fyrir að neitt af þessu berist fyrir jól. (sem er kannski líka til einum of mikils ætlast). En viti menn, það var flug í hádeginu og ég sé fram á að eitthvað af þessu skili sér á tíma. En svo er alveg efni í aðra sögu reynsla mín af skráningarkerfi bandarísku ríkisstjórnarinnar vegna pakka sem innihalda sælgæti. Það stóð til að senda Sóley greyinu pakka með nammi í en það er svo sannarlega efni til að endurskoða þá ákvröðun, en eins og ég sagði þá er það efni í aðra sögu.
En ég lofa því að ég er ekki stressuð yfir þessu öllu í alvörunni, eða að minnsta kosti ekki svo voðalega mikið. En rykkornin hverfa fyrir sópnum og þvotturinn ratar í þvottavélina og kræsingar möndlupartísins standa tilbúnar á eldhúsborðinu hjá mér klukkan sex í dag. Og svo koma jólin á morgun og ég mun eiga góðar stundir með syni mínum.
Ég hlakka svo til!!
Sí you leiter og Merrí kristmas evríboddí!!