TOEFL
...niðurstaðan er komin í hús og það þremur dögum fyrir áætlaðan tíma! Frökenin hefði getað sparað sér niðurbrotið sjálfstraust í tæpar þrjár vikur. Svona er þetta svart á hvítu: 102/120 (sem er ótrúlega hátt miðað við áðurnefnda tímabundna lestrarörðugleika, athyglisbrest og almenna taugaveiklun og tímaskort), reyndar er markið 105/120 en það er bara spurning hvort að þeir sleppi taugahrúgunni inn með það eða sendi hana á smá námskeið áður en eiginlegt nám hefst og það hljómar ótrúlega vel í hennar eyrum. Ég held að það komi manni alveg til góða að fara á svoleiðis. En alla vega þá stefnir allt í að frökenin setjist á skólabekkinn langþráða í landi englanna í haust og einkasonurinn með að sjálfsögðu! Ég tek við hamingjuóskum í síma, sms eða tölvupósti, nú eða þá í athugasemdakerfinu hér að neðan...hehe...Anyways, ég ætla að hitta skötturnar í kvöld á Kaffi Kró. Það verður alveg ábyggilega ljúft eins og alltaf! Lifið heil!