Dagurinn minn...
Hann er runninn upp, dagurinn sem ég á alltaf svolítið erfitt með. 12. ágúst. Afmælisdagurinn minn. Síðan ég var barn var sjaldnast hægt að halda upp á afmælið mitt vegna þess að flestir voru í burtu í sumarleyfi. Enn er það sama uppi á teningnum. Mjög fáir í bænum. Þannig að oftast nær er ekki veisla hjá mér. Frænka mín hringdi í mig í dag, til að óska mér til hamingju. Hún spurði hvað ég væri að gera í tilefni dagsins. Ég sagði henni að ég væri að skúra. Nú, er það veislan? Það er nefnilega þannig að prinsinn minn á afmæli á morgun og þá bjóðum við í ömmukaffi klukkan þrjú. Og þá skal allt vera spikk og span, ekki satt? Annars er þetta fínt. Ég öfunda samt alltaf þá sem eiga afmæli á “réttum” árstíma. Jólin eru eiginlega líka alveg glötuð en janúar fram í svona apríl er fínt. Og svo haustið auðvitað líka. En svona til að bæta okkur mæðginunum upp veisluleysið í ágúst þá höldum við upp á afmælið hans í kringum Hrekkjavökuna. Og það hefur bara heppnast fínt. Hehehe.
Annars er bara fátt að frétta. Maður er alveg skriðinn saman eftir Þjóðhátíðina en er að fara á límingunum yfir kennslustarfinu tilvonandi. Annars sagði sonur minn að ég hefði örugglega frábæra hæfileika til að vinna sem kennari því að ég væri svo rosalega “agasöm” við hann. (þetta var daginn eftir að ég þurfti að reka hann með harðri hendi í rúmið klukkan eitt eftir miðnætti, honum til sárrar gremju!!) hehe
Jæja, ég hef fátt að segja í bili...eins og sést á þessu bloggi...best að drífa sig í að baka smotterí fyrir morgundaginn!! Allir velkomnir!
Bless í bili og lifið heil!
Annars er bara fátt að frétta. Maður er alveg skriðinn saman eftir Þjóðhátíðina en er að fara á límingunum yfir kennslustarfinu tilvonandi. Annars sagði sonur minn að ég hefði örugglega frábæra hæfileika til að vinna sem kennari því að ég væri svo rosalega “agasöm” við hann. (þetta var daginn eftir að ég þurfti að reka hann með harðri hendi í rúmið klukkan eitt eftir miðnætti, honum til sárrar gremju!!) hehe
Jæja, ég hef fátt að segja í bili...eins og sést á þessu bloggi...best að drífa sig í að baka smotterí fyrir morgundaginn!! Allir velkomnir!
Bless í bili og lifið heil!