dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, október 29, 2004

Upplýsingatækni ??

Þið verðið að afsaka að ég hef gloprað burt krækjulistanum yfir vel gefna fólkið og líka hinum forláta teljara auk hinna líflegu athugasemda ykkar, elskurnar mínar!

Verð að kanna möguleika mína í stöðunni. Nenni þessu varla en mun reyna við úrbætur svo fljótt sem auðið er.

...eða alla vega fyrir jól!! :-)

Segjum það í bili!


Hrekkjavaka

Vá hvað maður er öflugur! Smá vesen með bloggerinn en vonandi virkar þetta.
Ég hélt hrekkjavökugleði í gærkvöldi. Gestir voru á aldrinum 6-8 ára og skemmtu sér konunglega. Húsið var hrikalega skreytt og ég og ML skárum út 4 grasker. Sem eru mega flott. Við fórum svo í gabb eða gott leiðangur. Vakti athygli og tókst mjög vel. Bara muna eftir vasaljósum og endurskini næst. Ég mæli með því að íslendingar taki Ameríkana og Breta sér til fyrirmyndar og haldi allraheilagramessuna hátíðlega. Ekkert betra að gera í skammdeginu. Mér finnst þetta svo brjálæðislega fyndið ef hlutirnir verða ekki of gróss. Algjört æði.
Jæja, aðal-hrekkjavöku-ráðunauturinn stóð sig svo sannarlega í stykkinu hvað varðar val á skreytingum og fylgihlutum. Þeir sem vilja sjá afraksturinn verða að gera sér ferð á H44 og líta á dýrðina. Glorious thrill of horror I must say! Anyways þá heppnaðist þetta frábærlega og ein 13 lítil skrímsli fór sátt og glöð heim til sín. Ætli það verði ekki bara á sama tíma að ári í þessum málum?

Það sem gladdi mig samt eiginlega mest var kommentið: rosalega er VK heppinn að eiga svona skemmtilega mömmu!!! TAKIÐ EFTIR ÞVÍ!! Þrátt fyrir að maður sé stundum á mörkunum að fá að halda krakkanum hreinlega maður á það til að vera svo ógeðslega leiðinlega strangur eins og sumir segja! Leyfir manni aldrei neitt. Eða eiginlega aldrei!

Sonur minn læddi út úr sér frábæru gullkorni nú um daginn. Ég var að flýta mér voða mikið í vinnu eftir hádegishlé. Hann átti að fara í afmæli síðar um daginn. Svo var eitthvað bras og ég var reyna að fá hann til að klæða sig. Nema það að hann er að teikna. Og ég meina sko að teikna á afmæliskortið. Ég fer aðeins að æsa mig því ég fékk engin viðbrögð við því sem ég bað hann um. Ekkert gerðist. þannig að ég kvaddi bara nokkuð pirruð. Þegar ég lokaði dyrunum leit hann á afa sinn og sagði sallarólegur: maður gæti bara haldið að hún hefði verið á uppeldisnámskeiði!!!
Við höfum reyndar verið að ræða soldið þá hugmynd mína að fara á slíkt námskeið en honum líst frekar illa á það því að hann heldur að þá verði ég svo ströng!!


Annars er allt í grilli hjá mér í sambandi við vettvangsnám. Það fór auðvitað úr skorðum vegna verkfalls grunnskólakennara en það er enn smá von um að mér takist að ljúka meiri hlutanum fyrir áramót. Vonandi sko!

Ég hef valið mér þema í lokaverkefni mitt. Hef reyndar ekki enn afmarkað mig endanlega en yfirskriftin verður leiklist sem kennsluaðferð eða leiklist í skólastarfi. Svo mun ég finna nákvæmari flöt á efninu síðar eða fljótlega.

Mig langar til útlanda eins og svo oft áður.
Hvað ætlar þú að gera í því?
Það kemur!

Jæja ég er farin í bili. Kem inn síðar vonandi. Þetta er of langur tími. Best að ég eldi eitthvað af graskerjum um helgina.

fimmtudagur, október 14, 2004

miðvikudagur-kerfið bilað í gær!

Ég var með saumaklúbb í gærkvöldi. Bara gaman! Ég er dálítið þreytt núna. Ætla svo að halda bekkjarpartý fyrir son minn á morgun. Æ litla skinnið mitt, hann er að fara yfir um af leiðindum í verkfallinu. Er samt búinn að vera duglegur að lesa og spila á flautuna. Hann á einmitt að spila á tónfundi í dag. Tónfundur er míní útgáfa af tónleikum. Hann mun flytja “ Ískólanum er skemmtilegt að vera”. Pínulítil kaldhæðni, ha?
Búið að vera að æfa sig heilan helling. Hann er svo heppinn að eiga afa sem er tónlistarkennari og gaukar gjarnan að honum ýmsum fróðleiksmolum. Heppinn strákur!

Reyndar er ég ekki alveg í besta forminu í dag. Veit ekki alveg hvers vegna. Líklega ónógur svefn og fráhvarfseinkenni eftir saumaklúbbs(ó)hófið í gærkv. Ég var eiginlega bara dauðþreytt þegar ég vaknaði og náði rigningin ekki einu sinni að hressa mig. Pirraði mig eiginlega bara. Úlpan, trefillinn og vettlingarnir allt gegnblautt og leiðinlegt. Svo áttaði ég mig á því að þegar ég var komin niðureftir að ég hefði alveg mátt strauja yfir buxurnar mínar áður en ég fór út. Alveg eins og harmonikka hreinlega. Ekki hægt að kenna mig við straujárn eins og suma, ha!! Það er langt frá því að vera allt slétt og fellt hjá mér. Því miður.

Svo er búið að fresta vettvangsnáminu mínu sem átti að hefjast þann 18.okt. Til a.m.k. 1.nóv. Og hvers konar stress verður það eiginlega þegar maður verður að skila öllum verkefnum og þreyta próf í des.??? Vá hvað jólin verða vel undibúin hjá mér í ár! Bíðið bara eftir jólaútópíudagdraumafærslunni sem ég lofa ykkur að mun birtast hér áður en langt verður liðið á desember og rykið farið að hrannast upp á heimilinu mínu! Vá hvað ég hlakka til!
Jæja ég er í hálfgerðri fýlu þannig að ég er farin í bili!

GB!

miðvikudagur, október 13, 2004

Ég er hálfgerður fýlupúki í dag!

Ég var með saumaklúbb í gærkv. Bara gaman! Ég er dálítið þreytt núna. Ætla svo að halda bekkjarpartý fyrir son minn á morgun. Aldeilis að það verður upplit á minni um helgina!
Æ litla skinnið hann sonur minn, hann er að fara yfir um af leiðindum í verkfallinu. Er samt búinn að vera duglegur að lesa og spila á flautuna. Hann á einmitt að spila á tónfundi í dag. Tónfundur er míní útgáfa af tónleikum. Hann mun flytja “ Í skólanum er skemmtilegt að vera”. Pínulítil kaldhæðni, ha? Búið að vera að æfa sig heilan helling. Hann er svo heppinn að eiga afa sem er tónlistarkennari og gaukar gjarnan að honum ýmsum fróðleiksmolum. Heppinn strákur!

Reyndar er ég ekki alveg í besta forminu í dag. Veit ekki alveg hvers vegna. Líklega ónógur svefn og fráhvarfseinkenni eftir saumaklúbbs(ó)hófið í gærkv. Ég var eiginlega bara dauðþreytt þegar ég vaknaði og náði rigningin ekki einu sinni að hressa mig. Pirraði mig eiginlega bara. Úlpan, trefillinn og vettlingarnir allt gegnblautt og leiðinlegt. Svo áttaði ég mig á því að þegar ég var komin niðureftir að ég hefði alveg mátt strauja yfir buxurnar mínar áður en ég fór út. Alveg eins og harmonikka hreinlega. Ekki hægt að kenna mig við straujárn eins og suma, ha!! Það er sko langt frá því að vera allt slétt og fellt hjá mér. Því miður.

Svo er búið að fresta vettvangsnáminu mínu sem átti að hefjast þann 18.okt. Til a.m.k. 1.nóv. Og hvers konar stress verður það eiginlega þegar maður verður að skila öllum verkefnum og þreyta próf í des.??? Vá hvað jólin verða vel undibúin hjá mér í ár! Bíðið bara eftir námsmannajólaútópíudagdraumafærslunni sem ég lofa ykkur að mun birtast hér áður en langt verður liðið á desember og rykið farið að hrannast upp á heimilinu mínu! Vá hvað ég hlakka til!

Jæja ég er í hálfgerðri fýlu þannig að ég er farin í bili!

GB!

mánudagur, október 11, 2004

Svífandi í tómarúmi náms...

Jæja komin aftur! Dagarnir líða áfram í tómarúmi námsbóka og skiladaga. Allt flýtur áfram og virðist óáþreifanlegt þangað til maður lendir harkalega á jörðinni orðinn allt of seinn að skila af sér verkefni! : - )
Inn á milli snertir maður aðeins jörðina og reynir að snerta líf sitt. En það er aldrei langt í að maður fari aftur á flug í tómarúminu.

Síðasta fimmtudag fór ég í dagsferð til borgarinnar. Í verklegan tíma í listum. Það var bara snilld. Mjög skemmtilegur og innblásinn tími. Rúsínan í pylsuendanum var svo ferð á Þjóðminjasafnið. Ég er búin að vera svo innblásin síðan ég kom heim að listaverkin liggja eftir mig í hrönnum :- )
Eða þannig!

Ég prófaði að eiga fjögur börn á laugardagskvöldið. Það yngsta 8 mánaða. Oh, hvað það var gaman...þangað til barnið áttaði sig á því að ég var ekki mamma þess! Æ greyið, hvað hún grét mikið í svona hálftíma. Að öðru leyti var hún algjör engill. Leyfði mér að skipta um kúkableyju á sér og allt!
En mikið var ég þreytt þegar ég kom heim! Vá, ég dáist að fólki sem á svona mörg börn! En þau eru bara yndisleg samt.

Jæja vildi bara láta vita af mér!

Kem sterk inn síðar!

GB!