Jæja þá er árið liðið í aldanna skaut. Ég hef persónulega sjaldan lifað jafn viðburðasnautt ár. Fyrir utan eina brúðkaupsferð til Spánar og smá stopp í Londres.
Mér hefur gengið vel í skólanum og vinnunni og sonur minn er merki um að ég er ekki algerlega glötuð í uppeldinu. Þó svo að alltaf sé maður að læra í þeim efnum. Mér finnst uppeldið koma í stigum og tímabilum. Um leið og maður hefur yfirstigið eitt þá tekur annað við. Og það er eðlilegt. Annað væri bara rugl held ég. Ég á góðan og duglegan dreng sem ég elska meira en allt annað í lífinu.
Í sambandi við skólann þá fékk ég smá hugljómun í sambandi við listir. Var bara alveg að finna mig þar sem gerandi. Oftar fílað mig betur í hlutverki neytanda. Smakkaði aðeins á ljóðlist og myndrænni tjáningu, tvívíðri og þrívíðri. Með ljósmyndun og málningu og svo öðrum náttúrulegum efnum. Fór mikið að pæla í náttúrunni og fegurð lífsins. Samdi nokkur ljóð um eitt og annað. Náði meira að segja að hljóðklæða ljóð og flytja það fyrir þrjá kennara og samnemendur. Hélt ég yrði ekki eldri en fann að mér leið vel á eftir.
Búin að velja mér viðfangsefni í sambandi við lokaverkefnið mitt. Ætla að fjalla um leiklist sem kennsluaðferð. Hef trú á því. Hef samt enga reynslu á sviði leiklistar þannig að ég verð að leggja mig verulega fram á sviði sem ég veit ekkert um.
Ég kvartaði undan kærastaleysi á miðju ári. Veit svo sem ekki hvort ég ætti að vera að kvarta enn þá. Fékk einn. En fílaði hann ekki nógu vel. Dreymir um annað.
Ég kvaddi árið á mjög óhefðbundinn hátt. Opnaði alvöru kampavínsflösku og naut hennar með nokkrum vinum. Sat í góðu yfirlæti með þessum vinum og fór svo á ball með þeim. Skemmti mér vel og leið vel. Finnst oftast nær ekkert spes að vera á balli. Vil heldur sitja í góðu teiti endalaust. Fór svo í spil hjá the evil witch of cards. Þ.e. Margo. Hef ekki séð aðrar eins spila tilfinningasemi lengi. Var að fíla það. Ég er svo innilega laus við að vera tapsár þannig að það er líklega ekkert gaman að spila við mig. En ég hef dregið upp nokkur spil sem ég á. T.d. Cranium og Taboo. Á ensku reyndar en ef einhvern langar að koma í spil þá er ég til. Bara láta vita. Luma á fleiri sortum ef vill. Á íslensku líka. Stefni á að halda almennilegt spilakvöld heima hjá mér.
Ég held inn í árið 2005 með ýmsar hugleiðingar í kollinum. Mér finnst ég standa á tímamótum og það er satt. Ég mun vonandi útskrifast í vor og langar að gera eitthvað meira úr mér. Kannski fer ég í framhaldsnám til útlanda eins og mig dreymir um. En varla á þessu ári. Kannski næsta. Maður þarf alla vega eitt ár til að undirbúa. Ég ætla að hugsa mig vel um og skoða nokkra kosti. Best að fara að taka námslán og safna skuldum. : )
Jæja þá er þessum annál lokið. Frekar stutt og snautt ég veit. Kannski verður þetta eitthvað meira krassandi næst.