dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Kynning á sjálfri mér!

Jæja, þá er kominn tími til að varpa sér í þetta af krafti. Til að gera þetta nú allt eftir kortinu þá kemurhér smá kynning á sjálfri mér. Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Og bý þar enn ásamt syni mínum sem heitir Valdimar Karl og varð sjö ára í ágúst. Ég útskrifaðist sem stúdent af félags- og sálfræðibraut frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum vorið 1993. Ég stundaði fjarnám í ferðamálafræði og íslensku við Háskóla Ã�slands haustið 1999 og 2000. Vorið 2001 ákvað ég svo að freista þess að skrá mig í fjarnám í grunnskólaskor Kennaraháskóla Ã�slands. Það gekk upp og nú er ég að hefja mitt þriðja námsár þar. Ég hef reyndar enga reynslu af kennslustörfum en ætlaði alltaf að verða kennari. Ég held að ég hafi varla verið sest á skólabekk sjálf þegar sú ákvörðun var tekin. Ég held að þetta starf muni eiga vel við mig en efast ekki um að það er mjög krefjandi. Kjörsvið mín eru upplýsingatækni og kennsla yngri barna. Ég valdi þessi svið þar sem í gegnum námið hefur maður orðið nokkuð samofin tölvunni og gerir sér sífellt betur grein fyrir því hve stórt hlutverk tæknin gegnir í samfélagi okkar og ekki síst námsvenjum barna okkar. Yngri barna kennslan varð fyrir valinu hjá mér vegna þess að ég hef mikinn áhuga á sálfræði sérstaklega þroskasálfræði.

Ég starfa hjá skattstjóranum í Vestmannaeyjum og líkar sú vinna mjög vel. Eiginlega sorglega vel því að það mun verða erfitt að hætta þar þegar maður fer að kenna. ;-)

�hugamál mín fyrir utan fjölskylduna og skólann eru ferðalög, tónlist og ljósmyndun.

Jæja, ég læt þetta duga af sjálfri mér í bili.
Gleðilegan námsvetur ;-)
Kær kveðja úr eyjum!

föstudagur, ágúst 29, 2003

Mætt

Jæja, ég er búin að vera veik undanfarna daga. Mjög skrítinn árstími til að veikjast en svona er þetta. Ég er því ekki búin að vera neitt alltof virk í fræðunum. En það stendur til bóta. Enn og aftur í sambandi við heimasíðuna. Ég fæ alltaf þau skilaboð að ég hafi ekki leyfi til að skoða hana. En ég er í sambandi við kerfisþjónustuna og þetta mun lagast.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Heimasvæði

Ég ætlaði að fara að vinna í vefsíðunni minni en það er eitthvað að því að ég fæ þau skilaboð að ég hafi ekki leyfi til að skoða þessa síðu. Ég talaði við Áslaugu hjá gagnasmiðjunni og hún taldi að eitthvað væri óvirkt hjá þeim í skólanum. Ég næ ekki sambandi við þessa aðila en vona að þetta takist mjög fljótlega og að maður geti farið að vinna verkefnin sín :-)

Jæja, bless í bili.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Meira um skólann

Eins og flestir vita þá var ég í staðlotu í Kennaraháskólanum. Er að byrja mitt þriðja ár þar í fjarnámi á grunnskólabraut. Kjörsvið mitt er upplysingatækni og kennsla yngri barna.

Komin heim!

Jæja, þá er maður kominn heim eftir törnina í staðlotunni. Þetta verður mikil vinna í vetur það er á hreinu, en það er best að taka því með stillingu og fara að bretta upp ermarnar og hefjast handa við skipulagningu! Heyrumst seinna!

mánudagur, ágúst 18, 2003

mynd af Eggerti!

Sorry Eggert ég notaði myndina af þér til að prófa vegna þess að ég kemst ekki í mína strax!

Til Valla Kalla!

Elsku Valli Kalli, mömmu finns svo leiðinlegt að þú skulir ekki vera með henni hér í Reykjavík. En þetta er bráðum búið og við hittumst innan skamms. Knús frá mömmu!

Hvalveiðar íslendinga

Nú eru íslendingar farnir að veiða hvali aftur og allt að verða brjálað í náttúrverndarsamtökum víða um heiminn. Nú væri gaman að geta boðið upp á athugasemdir lesenda þar sem þetta er þrætuepli sem gaman væri að ræða og heyra mismunandi skoðanir manna. En í staðinn býð ég ykkur upp á nokkrar tengingar við heimasíður náttúruverndarsamtaka og fréttastofa. Hér er grein sem birtist á heimasíðu Grænfriðunga í dag.
Hér er svo grein sem birtist á vef BBC.
Hér er ein áströlsk.
Hvalaskoðunarfyrirtæki eru varla ánægðir með framvindu mála :-) hér eru nokkur í viðbót: Elding, Randburg.com, Whale watching holidays.
Hafrannsóknarstofnun er hér!
Að lokum er hér tenging á Hvalavefinn. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um hvali.

Bless í bili ;)

laugardagur, ágúst 16, 2003

Dagur tvö í bloggi ;-)

Jæja, þá er dagur númer tvö í lífi mínu sem bloggari eða "annálaritari" runninn upp. Og ég er vakandi og ekki farin á taugum yfir þessu....Hér mun ég væntanlega tilkynna markverða atburði lífs míns og minnar fjölskyldu. Sennilega hvernig mér gengur að lesa skólabækur, hvort barnið er veikt eða eitthvað í þeim dúr! En kannski kemur það svo á daginn að bloggið hvetji mann til að skrá niður hugsanir og kenningar sem eru að brjótast um í þreyttum námskolli. Ég biðst hér með afsökunar á því að þetta snið leyfir engar athugasemdir við færslur mínar þannig að þið hafið engan mótmælarétt ef ég fer með einhverja vitleysu hér. En vonum að þetta verði bara ljúft og skemmtilegt. Góðar stundir!

föstudagur, ágúst 15, 2003

Málefnin punktur kom

Hér er ein í viðbót:
Málefnin punktur kom:

Félagsaðstoð ;-)

Krækja á friendster.com. Þetta er mjög skemmtileg síða. Allir að skrá sig þar ;-)

blogg í skóla ;-)

Ja hérna hér, er maður ekki bara kominn í þá stöðu að vera skyldaður í til að "blogga" á netinu. Ég sem þoli ekki einu sinni þetta orð. Ég er hrifin af orðinu annáll en þoli bara ekki "blogg". Prik fyrir annálinn hans Kela míns ;-) En ókei þá ætli maður sætti sig ekki bara við orðinn hlut og haldi annál á Blogger.com :) En núna verður maður að fara að fylgjast með því sem kennarinn segir. Hér munu innan skamms bætast við fleiri færslur.

Skólalota

Seinni prufa í bili

Skólalota

testing! ;-)

prófa bæði