Brúðuleikhúshátíð
Ég eyddi öllum gærdeginum í að vinna við brúðuleikhúshátíð í almenningsgarði í hverfinu okkar hérna í Fayetteville.
Þetta var yndislegur dagur og fékk ég tækfæri til að spreyta mig á ýmsu skemmtilegu.
Um morguninn stjórnaði ég sögusmiðju með börnum þar sem þau fengu að velja sér handbrúðu og ákveða nafn og persónleika fyrir sína brúðu. Síðan í sameiningu sömdu þau sögu eða leikrit sem þau svo léku á sviði fyrir áhorfendur. Þetta gekk rosalega vel og flottur árangur hjá krökkunum sem ljómuðu af stolti og gleði.
Seinni partinn fékk ég svo að spreyta mig með risaleikbrúðum og fékk alveg óvart hálfgert stjörnuhlutverk sem hausinn á risalirfu sem ógnaði tilvist jarðarinnar og lífsins. Lirfan breyttist svo á undursamlegan hátt í fiðrildi sem sveif um loftið og hreif fólk með sér í dans. Þetta var ofsalega heillandi og falleg sýning og er ég ákaflega stolt af að hafa fengið að taka þátt í henni.
Inni í lirfunni á æfingu.
Fiðrildið.
Um miðjan daginn var ég svo beðin um að taka að mér að tala fyrir Gus sem er handbrúðukarakter. Hann átti að taka viðtöl við fólk á svæðinu fyrir sjónvarpið. Þetta var svona líka skemmtilegt og kom ég sjálfri mér svo sannarlega á óvart með því að geta þetta bara hreinlega.
Það var sannur heiður að fá að kynnast listamönnunum sem áttu heiðurinn af þessum degi. Ótrúlegur sköpunarkraftur og gleði í verkum þessa fólks. Ég vonast til að fá að sinna fleiri verkefnum með þessu fólki fljótlega.
Þetta var yndislegur dagur og fékk ég tækfæri til að spreyta mig á ýmsu skemmtilegu.
Um morguninn stjórnaði ég sögusmiðju með börnum þar sem þau fengu að velja sér handbrúðu og ákveða nafn og persónleika fyrir sína brúðu. Síðan í sameiningu sömdu þau sögu eða leikrit sem þau svo léku á sviði fyrir áhorfendur. Þetta gekk rosalega vel og flottur árangur hjá krökkunum sem ljómuðu af stolti og gleði.
Seinni partinn fékk ég svo að spreyta mig með risaleikbrúðum og fékk alveg óvart hálfgert stjörnuhlutverk sem hausinn á risalirfu sem ógnaði tilvist jarðarinnar og lífsins. Lirfan breyttist svo á undursamlegan hátt í fiðrildi sem sveif um loftið og hreif fólk með sér í dans. Þetta var ofsalega heillandi og falleg sýning og er ég ákaflega stolt af að hafa fengið að taka þátt í henni.
Inni í lirfunni á æfingu.
Fiðrildið.
Um miðjan daginn var ég svo beðin um að taka að mér að tala fyrir Gus sem er handbrúðukarakter. Hann átti að taka viðtöl við fólk á svæðinu fyrir sjónvarpið. Þetta var svona líka skemmtilegt og kom ég sjálfri mér svo sannarlega á óvart með því að geta þetta bara hreinlega.
Það var sannur heiður að fá að kynnast listamönnunum sem áttu heiðurinn af þessum degi. Ótrúlegur sköpunarkraftur og gleði í verkum þessa fólks. Ég vonast til að fá að sinna fleiri verkefnum með þessu fólki fljótlega.