Am I a loser babe?
I am a loser babe! Eða þannig leið mér að minnsta kosti eftir hryllinginn á föstudaginn. Hryllingurinn kallast Toefl próf og núna tel ég mig vita hvernig blessuðum lesblindu börnunum með athyglisbrestinn líður. Ég er ekki að ljúga þegar ég segi þetta vegna þess að mér fannst ég hreinlega vera lesblind þegar ég var að lesa kaflana á skjánum og svo þurfti nú ekki mikið til að trufla mann. Einhver að sjúga upp í nefið endalaust fyrir aftan mig (langaði að snúa mér við og annað hvort kýla viðkomandi eða rétta fram snýtubréf (sem ég reyndar var ekki með)) og svo var verið að bora og berja fyrir utan. Allt til að gleðja mitt streituhrjáða hjarta. En svona er þetta og er ég frekar svartsýn með niðurstöður i augnablikinu. En auðvitað vonar maður það besta bara og reynir þá bara að leysa þetta mál öðru vísi. Ég er nefnilega alveg ágæt í ensku. Bara ekki á föstudaginn..hehehe....
Annars er mest lítið að frétta. Föstudagurinn endaði nú vel þrátt fyrir streituna. Ég hitti Hildi & Huldísi á Tívolí þar sem við svolgruðum tveimur Margarítum eins og ekkert væri (ég varð voða hissa á að maður gæti verslað slíkan drykk þar sem ég er alin upp í dreifbýlinu þar sem annað hvort fæst ekki hráefni í slíkar veigar eða þá að viðhlítandi þekking á innihaldi og aðferðum eru af skornum skammti). Þetta voru afbragðs Margarítur og hverrar krónu virði...hehe...eftir þetta frábæra kokkteilpartí þá hitti ég Fanney & Axel á Maru þar sem við nutum prívat þjónustu (engir ullarhnoðrar þar....) og til að toppa kvöldið fórum við á Vínbarinn þar sem eldri deildin af ríka og fræga sat að sumbli og stuttkjólar enduðu á stólbökum...
Þegar ég gekk heim á leið suður Lækjargötuna mætti ég bíl fullum af fullum unglingum. Haldiði ekki að einn fulli unglingsdrengurinn hafi sprautað yfir mig vökva af óþekktum uppruna. Hef samt trú á að þetta hafi verið vatn (tel sjálfri mér trú um það að minnsta kosti þar sem þetta var glært og lyktarlaus). Ég get svo savarið það! Hef ekki lent í svipuðu síðan í Köben um árið þegar hópur af villingum meisaði okkur vinina þar sem við sátum á götunni í Köbmagergade og hlustuðum á stelpu spila á gítar. Það var nú meira fátið. Við stelpurnar og Simbi & Tóti (ekki hárgreiðslumenn og ekki hommar, bara vinir....) stauluðumst um borgina alveg staurblind og grátandi af augnsviða. Rötuðum nú samt alveg á eftirlætisvínveitingahúsið okkar. Hehe...Ég er samt viss um að Siggi P hafi verið með okkur en ég man það ekki. Man bara eftir Tóta því að við tvö vorum verst útleikin og sárvorkenndum sjálfum okkur. En nóg um það...meiri vitleysan...
Núna eru bara örfáir dagar eftir af skólaárinu og ég get ekki annað en viðurkennt gleði mína yfir tilvonandi sumarfríi. Það versta er að ef námsfyrirætlanir mínar ganga eftir þá verð ég atvinnulaus og þar með tekjulaus þann 1.júlí. Verð að leita mér að tímabundinni vinnu þangað til ég legg af stað ef allt gengur upp. Látið mig vita ef ykkur dettur eitthvað í hug. Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að ég er mjög hæfileikarík og áreiðanleg...hehe...treysti mér nánast í hvað sem er nema kannski sorpu og trjáklippingar. Það síðarnefnda þá eingöngu vegna frjókornaofnæmis....
Jæja ég er hætt þessu rugli, ég ákvað bara að henda inn færslu þar sem ég er svo athyglissjúk og þarf lítið til uppörvunar. Falleg orð um bloggið mitt frá frænku minni í morgun dugðu sem innblástur. Svona þarf nú lítið til að gleðja mann! Lifið heil!
Annars er mest lítið að frétta. Föstudagurinn endaði nú vel þrátt fyrir streituna. Ég hitti Hildi & Huldísi á Tívolí þar sem við svolgruðum tveimur Margarítum eins og ekkert væri (ég varð voða hissa á að maður gæti verslað slíkan drykk þar sem ég er alin upp í dreifbýlinu þar sem annað hvort fæst ekki hráefni í slíkar veigar eða þá að viðhlítandi þekking á innihaldi og aðferðum eru af skornum skammti). Þetta voru afbragðs Margarítur og hverrar krónu virði...hehe...eftir þetta frábæra kokkteilpartí þá hitti ég Fanney & Axel á Maru þar sem við nutum prívat þjónustu (engir ullarhnoðrar þar....) og til að toppa kvöldið fórum við á Vínbarinn þar sem eldri deildin af ríka og fræga sat að sumbli og stuttkjólar enduðu á stólbökum...
Þegar ég gekk heim á leið suður Lækjargötuna mætti ég bíl fullum af fullum unglingum. Haldiði ekki að einn fulli unglingsdrengurinn hafi sprautað yfir mig vökva af óþekktum uppruna. Hef samt trú á að þetta hafi verið vatn (tel sjálfri mér trú um það að minnsta kosti þar sem þetta var glært og lyktarlaus). Ég get svo savarið það! Hef ekki lent í svipuðu síðan í Köben um árið þegar hópur af villingum meisaði okkur vinina þar sem við sátum á götunni í Köbmagergade og hlustuðum á stelpu spila á gítar. Það var nú meira fátið. Við stelpurnar og Simbi & Tóti (ekki hárgreiðslumenn og ekki hommar, bara vinir....) stauluðumst um borgina alveg staurblind og grátandi af augnsviða. Rötuðum nú samt alveg á eftirlætisvínveitingahúsið okkar. Hehe...Ég er samt viss um að Siggi P hafi verið með okkur en ég man það ekki. Man bara eftir Tóta því að við tvö vorum verst útleikin og sárvorkenndum sjálfum okkur. En nóg um það...meiri vitleysan...
Núna eru bara örfáir dagar eftir af skólaárinu og ég get ekki annað en viðurkennt gleði mína yfir tilvonandi sumarfríi. Það versta er að ef námsfyrirætlanir mínar ganga eftir þá verð ég atvinnulaus og þar með tekjulaus þann 1.júlí. Verð að leita mér að tímabundinni vinnu þangað til ég legg af stað ef allt gengur upp. Látið mig vita ef ykkur dettur eitthvað í hug. Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að ég er mjög hæfileikarík og áreiðanleg...hehe...treysti mér nánast í hvað sem er nema kannski sorpu og trjáklippingar. Það síðarnefnda þá eingöngu vegna frjókornaofnæmis....
Jæja ég er hætt þessu rugli, ég ákvað bara að henda inn færslu þar sem ég er svo athyglissjúk og þarf lítið til uppörvunar. Falleg orð um bloggið mitt frá frænku minni í morgun dugðu sem innblástur. Svona þarf nú lítið til að gleðja mann! Lifið heil!