dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, apríl 15, 2007

Hélduð þið jafnvel að ég hefði ekki ratað heim úr landi drottningar og heldri manna? Því miður...þá fann ég réttu flugvélina og kom sjálfri mér og unga herramanninum heim á leið....langaði samt mest til þess að snúa við og taka næstu vél eitthvert annað en KEF, þegar við börðumst með töskurnar frá flugstöðinni að bílnum sem geymdur var í víðáttunni hjá Securitas...Þvílíka slagveðrið sem tók á móti okkur...brr....úr +20 og sól í London....
Annars var ferðin ljúf í alla staði þó að við söknuðum strákanna í Hastings...en það verður að bíða betri tíma...Myndirnar eru í bið en ég set þær á Flickr við fyrsta tækifæri...
Af frekari ferðalögum...nú erum við búin að bóka til Danmerkur í sumarhús með familí...og M og BB....taka tvö í rólegheitum....þrjár vikur i slóri....
Svo er flökkufíkillinn að hugsa um að sleppa Þjóðhátíð og fara í staðinn til NYC og vera hjá Brian og ferðast jafnvel eitthvað um Ameríkuna....kannski kíkja á flugstjórana í Naples og sitthvað annað....Það kemur í ljós fljótlega..Það gæti hugsast að það yrði pláss fyrir einn í viðbót í planinu þannig að áhugasamir skulu bara spyrja og koma með hugmyndir....hehe...jeij...
Lífið eftir páskana hefur bara verið nokkuð áfallalaust þrátt fyrir smá viðbrigði að vera hættur í fríi....en þetta er mjúk lending þar sem fimmtudagsfríin og 1.mai fylgja þessum árstíma....
Í dag var svo frændi minn hann Þórhallur fermdur....pilturinn tók á móti gestum með miklum glæsibrag og er maður hálf syfjaður eftir kræsingarnar....mmmm....og svo held ég að ég sé ástfangin....en það verður víst ekkert úr því....ástin mín er með svart hár og brún augu og fjóra fætur. Tveggja mánaða gömul labradortík....mmmm...bara bjútí...vá hvað mig langaði að stela henni og eiga....alveg eins og mig langar stundum að stela litlum börnum....;-)

En jæja, nóg í bili. Lifið heil!

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Greetings from London...

This is just a little update from our travel to England. We had such a wonderful time in London that my son asked if we could go back one day earlier. I had no trouble with that so now we're back in London, chilling out after a nice trip to the Science Museum and a really quick tour to Harrods. (Don't think they were too impressed by us there).
Now we're just on our way out for a dinner and tomorrow it is the great M. Really looking forwad to that.
The summer house was great and Hastings is a nice town. We had a very relaxing time there along with a scary trip to the smugglers caves and "Flamingo-Park". The locals were nice and the weather just like Icelandic summer (very cold according to the locals though).

Today it is +20 degrees in London and we really feel that we are on a holiday. Heheh...just what we need after such gloomy Icelandic winter. Can't say that I look forward to get back to that again so soon....

Anyways, sorry it's in English but I couldn't be bothered with the lack of Icelandic letters.

Talk to you soon...lifid heil!