Mest lítið...
Hellú folks. What´s up? Ég sagðist reyndar ekki ætla að skrifa fyrr en í október en það loforð er hér með svikið.
Enn ein vinnuvikan á nýja staðnum er nú afstaðin og fer sálarástandið batnandi. Ég er aðeins farin að yfirstíga þá þörf að leggjast niður og sofna um leið og ég kem heim úr vinnunni. Aðeins farin að vera með meðvitund svona seinni partinn. Sem betur fer eiginlega. En þetta er allt að koma, búið að kalla mann leiðinlegasta kennarann í skólanum og svona en ég tek því sem ákveðnu hrósi. *hehe*... Anyways, félagslífið hefur verið heldur litlaust svona þannig séð en það ætti að fara skánandi. Annars er ég rosalega fegin að hafa engin skylduverk framundan um helgina því að nú á að slaka reglulega vel á og njóta þess að vera heima, með kveikt á kertum og drekka te og lesa eða hlusta á tónlist. Kannski horfi ég pínulítið á sjónvarpið líka. Búin að vera mjög lengi á leiðinni að taka mér svona algjöra slökunarhelgi en það hefur alltaf eitthvað komið upp (aðallega örferðir upp á land) sem hefur skemmt fyrir mér.
Það er sem sagt lítið krassandi að frétta héðan í augnablikinu en Londons (verð að hafa þetta svona skrifað, Helga vinkona fattar þetta og kannski fleiri) nálgast eins og óð fluga og gæti ég sem best trúað að sú ferð gæti orðið ánægjuleg.
Jæja, te-ið mitt er líklega tilbúið þannig að ég er rokin í bili. ( Ég set bandstrik vegna þess að þegar ég las Enid Blyton bækurnar hérna í denn þá var breska liðið náttúrulega alltaf að drekka te og þá var talað um teið, sem ég las náttúrulega sem teið og tók smá stund að fatta að verið var að tala um te en ekki tei..Haha..
Lifið heil!
Enn ein vinnuvikan á nýja staðnum er nú afstaðin og fer sálarástandið batnandi. Ég er aðeins farin að yfirstíga þá þörf að leggjast niður og sofna um leið og ég kem heim úr vinnunni. Aðeins farin að vera með meðvitund svona seinni partinn. Sem betur fer eiginlega. En þetta er allt að koma, búið að kalla mann leiðinlegasta kennarann í skólanum og svona en ég tek því sem ákveðnu hrósi. *hehe*... Anyways, félagslífið hefur verið heldur litlaust svona þannig séð en það ætti að fara skánandi. Annars er ég rosalega fegin að hafa engin skylduverk framundan um helgina því að nú á að slaka reglulega vel á og njóta þess að vera heima, með kveikt á kertum og drekka te og lesa eða hlusta á tónlist. Kannski horfi ég pínulítið á sjónvarpið líka. Búin að vera mjög lengi á leiðinni að taka mér svona algjöra slökunarhelgi en það hefur alltaf eitthvað komið upp (aðallega örferðir upp á land) sem hefur skemmt fyrir mér.
Það er sem sagt lítið krassandi að frétta héðan í augnablikinu en Londons (verð að hafa þetta svona skrifað, Helga vinkona fattar þetta og kannski fleiri) nálgast eins og óð fluga og gæti ég sem best trúað að sú ferð gæti orðið ánægjuleg.
Jæja, te-ið mitt er líklega tilbúið þannig að ég er rokin í bili. ( Ég set bandstrik vegna þess að þegar ég las Enid Blyton bækurnar hérna í denn þá var breska liðið náttúrulega alltaf að drekka te og þá var talað um teið, sem ég las náttúrulega sem teið og tók smá stund að fatta að verið var að tala um te en ekki tei..Haha..
Lifið heil!