Jólaflugan
Jólin nálgast nú eins og óð fluga. Þessum árstíma fylgir óneitanlega eitt og annað stúss sem vekur upp misjafnar tilfinningar á stundum. Það er forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Bandaríkjamenn undirbúa jólin. Mér finnst við Íslendingarnir svolítið meira ýktir en Kaninn. Jólaskreytingarnar eru hóflegar hérna ef frá er talið miðbæjartorgið sem skartar milljónum ljósa, lifandi úlfalda sem hægt er að fara á bak á, smáhestum sem ganga í hringekju og forláta hestvagni sem fólk getur fengið far með í kring um torgið. Það ofbýður mér lítillega þar sem í fyrsta lagi vorkenni ég smáhestunum einstaklega mikið þar sem mig grunar að hringekjugangur sé ekki mjög spennandi fyrir þá.
Skreytingar á heimahúsum eru mun hóflegri en oft á tíðum heima á Íslandi. Reyndar virðist það vera algengt hérna að jólatréð sé sett upp þann 1. desember.
Mér skilst að jólahátíðin sjálf sé aðallega bara jóladagur en við ríghöldum að sjálfsögðu í íslenskar hefðir og munum sennilega njóta hátíðastemmningar hér heima fram að þrettánda. Eða svo gott sem.
Ég neyddist til að fara í verslunarleiðangur í dag. Ég hélt að þetta tæki um það bil einn til tvo tíma en endaði í fjórum tímum. Ég var uppgefin eftir að þramma um Kringluna í leit að réttu hlutunum í jólapakka strákanna minna.
Þrátt fyrir þokkalegt jólaskap mín megin undanfarið þá er eitt sem fer óheyrilega í taugarnar á mér hérna þessa dagana. Hvert sem ég fer bíður mín fulltrúi hjálpræðishersins sem hringir kúabjöllu í sífellu. Hljómurinn í þessari bjöllu er engum bjölluhljómi líkur. Hann sker í eyrun og syngur í höfðinu á mér lengi á eftir. Fulltrúinn er einstaklega hress og bíður öllum góðs dags og gleðilegra jóla um leið og hann hringir bjöllunni í sífellu. Þetta jaðrar allt saman við tilfinningalega kúgun finnst mér. Mér finnst hjálpræðisherinn frábært fyrirbæri og vil gjarnan styrkja hann en því miður þá fá þeir ekki neitt frá mér þar sem ég get ekki gengið minna erinda án þess að heyra í þessari skerandi bjöllu sem mig næstum ærir.
Ég og sonur minn munum í fyrsta sinn á ævinni dvelja annars staðar en á Íslandi yfir jól og áramót.
Ég hlakka til að þróa eigin hefðir með strákunum mínum um jólin en þær eru svo sem ekki frábrugðnar því sem við höfum vanist þar sem ég reyni að tileinka mér hlutina eins og þeir voru hjá mömmu og ömmu. En vissulega er margt frábrugðið þar sem við erum fjarri Íslandinu góða og þar af leiðandi lítið um hangikjöt, síld, laufabrauð, malt og appelsín og fleira gotterí sem tilheyrir íslenskum jólum. Það er þó í góðu lagi. Við höfum bara eitthvað annað. Ég keypti önd til að elda á aðfangadag og svo eigum við lax í frysti sem við ætlum að borða í hádeginu á jóladag. Þar sem þriðjungur fjölskyldunnar er enskur þá ætlum við að sameina hefðirnar og hafa fínan mat á aðfangadagskvöld en gjafastund og léttan hádegisverð á jóladag. Kertasníkir jólasveinn er sá eini bræðra sinna sem nennir að leita okkur upp þannig að við eigum von á pakka frá honum á aðfangadagsmorgun.
Síðastliðinn laugardag buðum við vinum okkar og samstarfsfólki Edda í sælkera jólaboð í skandinavískum anda. Boðið heppnaðist prýðisvel og óhætt að segja að við höfum komist í kynni við skemmtilegan hóp fólkst á þessum stutta tíma okkar hér í Fayetteville.
Lifið heil og njótið þess sem eftir er aðventunnar sem og jólanna.
Skreytingar á heimahúsum eru mun hóflegri en oft á tíðum heima á Íslandi. Reyndar virðist það vera algengt hérna að jólatréð sé sett upp þann 1. desember.
Mér skilst að jólahátíðin sjálf sé aðallega bara jóladagur en við ríghöldum að sjálfsögðu í íslenskar hefðir og munum sennilega njóta hátíðastemmningar hér heima fram að þrettánda. Eða svo gott sem.
Ég neyddist til að fara í verslunarleiðangur í dag. Ég hélt að þetta tæki um það bil einn til tvo tíma en endaði í fjórum tímum. Ég var uppgefin eftir að þramma um Kringluna í leit að réttu hlutunum í jólapakka strákanna minna.
Þrátt fyrir þokkalegt jólaskap mín megin undanfarið þá er eitt sem fer óheyrilega í taugarnar á mér hérna þessa dagana. Hvert sem ég fer bíður mín fulltrúi hjálpræðishersins sem hringir kúabjöllu í sífellu. Hljómurinn í þessari bjöllu er engum bjölluhljómi líkur. Hann sker í eyrun og syngur í höfðinu á mér lengi á eftir. Fulltrúinn er einstaklega hress og bíður öllum góðs dags og gleðilegra jóla um leið og hann hringir bjöllunni í sífellu. Þetta jaðrar allt saman við tilfinningalega kúgun finnst mér. Mér finnst hjálpræðisherinn frábært fyrirbæri og vil gjarnan styrkja hann en því miður þá fá þeir ekki neitt frá mér þar sem ég get ekki gengið minna erinda án þess að heyra í þessari skerandi bjöllu sem mig næstum ærir.
Ég og sonur minn munum í fyrsta sinn á ævinni dvelja annars staðar en á Íslandi yfir jól og áramót.
Ég hlakka til að þróa eigin hefðir með strákunum mínum um jólin en þær eru svo sem ekki frábrugðnar því sem við höfum vanist þar sem ég reyni að tileinka mér hlutina eins og þeir voru hjá mömmu og ömmu. En vissulega er margt frábrugðið þar sem við erum fjarri Íslandinu góða og þar af leiðandi lítið um hangikjöt, síld, laufabrauð, malt og appelsín og fleira gotterí sem tilheyrir íslenskum jólum. Það er þó í góðu lagi. Við höfum bara eitthvað annað. Ég keypti önd til að elda á aðfangadag og svo eigum við lax í frysti sem við ætlum að borða í hádeginu á jóladag. Þar sem þriðjungur fjölskyldunnar er enskur þá ætlum við að sameina hefðirnar og hafa fínan mat á aðfangadagskvöld en gjafastund og léttan hádegisverð á jóladag. Kertasníkir jólasveinn er sá eini bræðra sinna sem nennir að leita okkur upp þannig að við eigum von á pakka frá honum á aðfangadagsmorgun.
Síðastliðinn laugardag buðum við vinum okkar og samstarfsfólki Edda í sælkera jólaboð í skandinavískum anda. Boðið heppnaðist prýðisvel og óhætt að segja að við höfum komist í kynni við skemmtilegan hóp fólkst á þessum stutta tíma okkar hér í Fayetteville.
Lifið heil og njótið þess sem eftir er aðventunnar sem og jólanna.