Íslensk sumarnótt
Nú er ég komin heim til Íslands. Fyrir viku síðan. Komin í gömlu vinnuna tímabundið. Yndislegt í alla staði að fá að koma til baka og rifja upp það sem manni einu sinni var svo tamt. Eftir fimm vikna dvöl hjá tengdó í Englandi erum við nokkuð sátt við lífið og tilveruna. Aðal erindið út var að gera syninum kleift að þreyta svokallað advanced certificate exam hjá Trinity College London. Hann rúllaði því að sjálfsögðu upp og náði þeirri sjaldgæfu einkunn 90/100. Sem er stjörnueinkunn og rúmlega það. Snillingur þessi drengur. En rosalega rólegur yfir þessu bara og leikur sér núna í fótbolta sem aldrei fyrr. Lítið að spá í að hafa rúllað upp einleikaraprófi í píanóleik eftir að hafa lært á píanó i 4 ár. Annað erindið var að vera við mína eigin útskrift við Warwick University þar sem ég hlaut MA í Drama and Theatre Education. Langþráður draumur um meistaragráðu rættist og naut ég þess að ganga um Campus í slopp með skrítinn hatt á hausnum og hettu um hálsinn. Gaman að taka við skírteininu og yndislegt að hitta gömlu kunningjana úr náminu sem og nágrannana frá Heronbank. Þriðja erindið var svo að sjá sýninguna How do shapes fill space? sem stærðfræðingurinn minn setti upp í Royal Society í London. Ákaflega posh dæmi og svakalega flott hjá honum. Þetta vakti gríðarmikla athygli og spennandi að sjá hvort þetta þróist ekki útí eithvað skemmtilegt.
Átakanlegar fréttir af ótímabæru fráfalli ástvina fólks í kringum mig hafa tekið á og enn og aftur hrekkur maður við og heitir því að njóta nærveru þeirra sem standa manni nærri. Ég hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og óska þess að þeim hlotnist styrkur til að takast á við þau átök sem framundan eru. Ég veit að þau skref eru hrikalega erfið og slíkur missir breytir manni varanlega.
Við héldum upp á afmælið hennar mömmu í gær. Hún hefði orði 56 ára hefði hún lifað. Það var gott að halda upp á daginn með mínum nánustu. Sonur minn bakaði köku og áttum við notalega stund saman. Ég sakna hennar svo ótrúlega mikið og trúi því varla ennþá að hún sé raunverulega dáin og að ég geti aldrei talað við hana aftur. Það er skrítið hvernig maður nær samt að fúnkera í lífinu. Ég hugsa um hana oft á dag og ég veit að hún vakir yfir okkur og er sennilega bara nokkuð stolt af okkur. Veit samt að hún yrði nú ekkert rosalega hrifin af þessu flakki á okkur. Hún vildi helst hvergi annars staðar vera en í Eyjum og vildi hafa sitt fólk hjá sér. En við höfum ákveðið að flytja til Englands í næsta mánuði. Smá tregi að yfirgefa landið í annað sinn. Íslenskar sumarnætur eru svo unaðslegar að það erfitt að ímynda sér að búa annars staðar. En við erum með árssamning úti í bili þannig að við sjáum til hvað tekur við eftir það. Ætlum að búa í Leicester þar sem Eddi minn hefur fengið starf við háskólann. Hvað ég geri veit enginn en ég er viss um að eitthvað sniðugt kemur upp.
Nóg að sinni. Lifið heil!
Átakanlegar fréttir af ótímabæru fráfalli ástvina fólks í kringum mig hafa tekið á og enn og aftur hrekkur maður við og heitir því að njóta nærveru þeirra sem standa manni nærri. Ég hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og óska þess að þeim hlotnist styrkur til að takast á við þau átök sem framundan eru. Ég veit að þau skref eru hrikalega erfið og slíkur missir breytir manni varanlega.
Við héldum upp á afmælið hennar mömmu í gær. Hún hefði orði 56 ára hefði hún lifað. Það var gott að halda upp á daginn með mínum nánustu. Sonur minn bakaði köku og áttum við notalega stund saman. Ég sakna hennar svo ótrúlega mikið og trúi því varla ennþá að hún sé raunverulega dáin og að ég geti aldrei talað við hana aftur. Það er skrítið hvernig maður nær samt að fúnkera í lífinu. Ég hugsa um hana oft á dag og ég veit að hún vakir yfir okkur og er sennilega bara nokkuð stolt af okkur. Veit samt að hún yrði nú ekkert rosalega hrifin af þessu flakki á okkur. Hún vildi helst hvergi annars staðar vera en í Eyjum og vildi hafa sitt fólk hjá sér. En við höfum ákveðið að flytja til Englands í næsta mánuði. Smá tregi að yfirgefa landið í annað sinn. Íslenskar sumarnætur eru svo unaðslegar að það erfitt að ímynda sér að búa annars staðar. En við erum með árssamning úti í bili þannig að við sjáum til hvað tekur við eftir það. Ætlum að búa í Leicester þar sem Eddi minn hefur fengið starf við háskólann. Hvað ég geri veit enginn en ég er viss um að eitthvað sniðugt kemur upp.
Nóg að sinni. Lifið heil!