dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, janúar 29, 2007

Ilmandi gleðilegt ár...

Í fréttum er þetta helst: það er komið nýtt ár og næstum heill mánuður liðinn af því!!! Hafið þið saknað mín?? Ég vona það. Eftir miklar hremmingar í tölvumálum og nokkrar ljóskulegar tilfinningar þeim tengdum er ég loksins komin í samband við umheiminn. Ég ætla nú ekki að fara út í smáatriði en á þessum fyrsta mánuði ársins hef ég nokkrum sinnum upplifað sjálfa mig sem tækniskuldbindingaháða ljósku í afneitun og ég segi það satt að sú tilfinning er bara ekki skemmtileg. Aðeins fyrir neðan mína virðingu þar sem ég vil alla vega 'virka' voða klár á flestum sviðum...hehehe...En nóg um það. Það er ekki hægt að ljúga því að mánuðurinn hafi verið viðburðaríkur. Eiginlega þvert á móti með endemum. Sveik Kiddu vinkonu með Þrettándadjamm sökum þreytu. Frekar lásí vinkona sem maður er...Ætlaði á Austfirðingaþorrablót með Fittness-grúp síðasta laugardagskvöld en ekki nóg með grúpan aflýsti mætingu heldur urðu Austfirðingarnir víst svo svekktir að þeir blésu herlegheitunum af med det samme...Jæja, kannski ekki BARA út af okkur...
Við mæðginin fórum að bruna í snjónum sem lá hér yfir öllu. Það var gaman.
Á miðvikudaginn held í í námsferð til Englands, þar sem ég fæ að hitta eða sjá alla vega aðal gúruana í sambandi við leiklist í kennslu, sem nb. var viðfangsefni lokaverkefnis míns í Kennó.
Að öðru leyti er lítið í fréttum og ætla ég að láta gott heita í bili. Segi ykkur meira síðar!!!