dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, júní 02, 2004

Summertime!

Jíha!!!
Vá maður!

Ég er búin að fá út úr öllum mínum námsáföngum þessa önnina og ég er vægast sagt ógeðslega ánægð með mig núna!! 20 einingar komnar inn, lægsta einkunn 8 og hæsta einkunn 9. Ekki sem verst verð ég að segja. Maður er nú að vinna líka og ala upp, ekki gleyma því. En nóg um mont í bili. Ég fagna þessu líklega bara á morgun með því að fara út að borða með Helgu og svo á miðilsskemmtun Sigríðar Klingenberg, á Prófastinum í Vm. Ég veit nú ekki hvað maður er að fara út í en konan ku vera mjög skemmtileg þó það sé ekki annað.

Anyhú, ég var að baka súkkulaðiköku fyrir son minn til að fara með á skóladagheimilið. Þetta er síðasta vikan og næsta vetur verður hann of gamall til að vera þar þannig að við ákváðum að leyfa snáðanum að kveðja yndislegu fóstrurnar og krakkana með súkkulaðiköku, íspinnum og gosdrykk. Kakan var heimabökuð eins og ég sagði en Bettý “frænka” gaf mér uppskriftina og aðstoðaði við að blanda saman þurrefnum. Ekki slæm útkoma, verð ég að segja. Hljóp alveg úr vinnunni og hrærði saman deigi og bað svo móður mína að baka og setja kremið á.

Nú er kominn grilltími (vonandi) þar sem ég fjárfesti í forláta útigrilli fyrir Eurovision helgina. Það hafa nú alveg komið dagar þar sem hægt var að grilla en ekki nýlega. Ég er sjúk í grillaða tómata og paprikur. Hafið þið smakkað svoleiðis? Auðvitað!.

Jæja, það er komið svo mikið sumar að ég fór í gær og sótti rabbarbara uppskeruna í garðinum. Í fyrsta sinn í mörg ár sem einhver hefur slitið þessar elskur upp úr beðinu. Og bara fínn. Soldið smávaxinn en bara fínn samt. Ég fékk svona líka hrikalega listrænana anda yfir mig að ég myndaði uppskeruna á tröppunum hjá mér. Það verður gaman að sjá afraksturinn af þeim tilfæringum. Ég hef smá áhyggjur af því að nágrannar mínir haldi að frökenin sé að missa sig í alls konar skringilegheitum. Samanber tilfæringarnar í vetur með náttúrulistaverkin í garðinum og víðar um eyna. My god hvað þetta er samt skemmtilegt. Ég fékk líka fallega umsögn um öll verkin mín í vetur. Það er gott fyrir egóið myndi ég segja, það er ekki of gott stundum nefnilega.

Vá ég er bara alveg að fara til útlanda, næstum því!

Jæja, darlings! Ég segi bara gúddbæ í bili.