dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, maí 26, 2004

Vá bara búið að breyta!!

Vá það er svo langt síðan að ég kom hér inn að ég vissi ekki af því að búið væri að breyta öllu hérna!!!
Hvað á það að þýða að vera að breyta og ekki segja manni frá því. Verð að segja að það hafi verið brugðið mér á þessari síðu ;-)

Ég er farin!

Sumarið komið og ég er á lífi!! ;-)

Ókei. Allt í lagi það er komið sumar og ég skrifaði síðast hér um páskana!!! Sorrý guys!
Prófin eru að baki og sumarið farið að ilma í nefinu á manni. Ég vona að allt hafi gengið að óskum í skólanum, ég veit bara ekkert um það enn þá en ég vona það besta.
Ég keypti sumarblóm í dag og ætla að planta þeim í ker fyrir utan hjá mér. Fallegt ekki satt? Og svo er farið að styttast í ferðina til Spánar. ‘Eg ætla að vera í London í tvo daga á leiðinni út. Reyna að bæta mér upp þreytuna sem hrjáði ónefnda vinkonu mína, þegar við vorum þar á leiðinni til Indlands fyrir einu og hálfu ári síðan . Ég ætla að hitta vin Brians sem býr þarna. Hann er íslenskur, ótrúlegt að þeir hafi kynnst. Svo er það blessað brúðkaupið. Það verður frábært að koma aftur til Miranda. Ekki nema 9 ár síðan síðast. Ég vona bara að það verði allt með kyrrum kjörum þar alla vega á meðan ég verð þar. Silvía sagði að við færum eitthvað á flakk. Ég veit ekki meir. Eftirminnilegast úr síðustu ferð þangað var heimsókn í þorpin í Rioja héraðinu. Þar sem frábæru vínin eru framleidd. Mmm. Vonandi kemst maður í smá smökkun í þetta sinn!! En það er mjög fallegt þarna líka!!

Fyrir utan vinnu og ferðalagsundibúning þá er helst framundan hjá mér meiri jazz. Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, æskuvinkona mín, mun syngja á Dögum lita og tóna um hvítasunnuna. Ég er þvílíkt spennt að heyra í henni. Kominn tími til, svo ekki sé meira sagt. Höfum ekki hist síðan 1999 í Den Haag í Hollandi, þegar hún var að læra og ég í “slipp”.

Jæja, dúllurnar mínar eða á ég að segja Sóley mín? Þú ert nú sennilega sú eina sem lest þetta!! 

Bless í bili og ég lofa engu um framhald í skrifum á næstunni, það verður að ráðast.

Love you!