dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, október 13, 2005

Desember?...??'

Ég fékk frábæra heimsókn í gær. Vinur minn mætti með flísaskera og skar allar flísarnar í gólfkantinn fyrir mig. Svo límdi ég þær á og nú á ég bara eftir að fúga og festa gullið á. Hann kom með frábæra hugmynd í sambandi við skápinn sem Aaron setti inn í vegginn. Ég ætla að bræða hana með mér og ég gæti trúað að maður dundi sér eitthvað í þessu fram að jólum. Þetta var frábær aðstoð og mun ég verða eilíflega þakklát. : )

Annars er nú ekki margt að frétta héðan úr snjónum. Ég hrökk alveg við á þriðjudaginn, hélt að ég hefði misst af einhverju því að ég gat ekki betur séð en að það væri desember úti en ég ennþá í október. Og ég hvorki búin að gera hreingerninguna né kaupa eina einustu jólagjöf, hvað þá að skrifa jólakortin. Það hefði svo sem ekki verið neitt nýtt þannig lagað en nú á það að breytast því nú er það ekki námið sem heldur mér frá jólaundirbúningi. Það á að taka þetta með trompi í ár, vera búin að öllu um mánaðamótin nóv/des og sötra svo jólaglögg og skrifa jólakort í desember, fara á tónleika, jólahlaðborð og fleira skemmtileg. Ég hlakka til.

Mig langar ennþá til útlanda en verð víst að slaka aðeins á í bili. Langar samt.

Jæja bless í bili ég verð að drífa mig.

3 Comments:

Blogger Ásgerður said...

Ég segi það með þér. Einum of að vera með jólastemmarann á þessum tíma. Er það ekki á sama tíma að ári á Þjóðhátíð?

5:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sko komin í jólagírinn og ég var alveg að fýla fyrstu snjókornin en svo er ég líka ánægð að þetta sé að mesu horfið.
En hvert á að skella sér á jólahlaðborð ? Afhverju skellum við saumóstelpurnar ekki saman ??

5:21 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Góð hugmynd Stefanía!

7:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home