dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, september 07, 2005

túristagobbinn komin!

Jæja þá er gobbinn kominn frá Ameríku. Það var rosalega gaman að hitta hann loksins eftir svona langan tíma. Nú þarf maður bara að vera húsmóðir með meiru í heilan mánuð! Sjáið þið það fyrir ykkur? Ekki ég. En hvað um það, ég tók á móti honum í Keflavík á sunnudagsmorguninn og fór beint með hann að skoða Íslending í Reykjanesbæ. Flott hjá Árna frænda að kaupa hann og hafa til sýnis. Mjög kósý líka kotið við hliðina. Svo vorum við bara í kósý í Reykjó á sunnudag. Fórum í göngu meðfram sjónum og svo á Maru, sushi staðinn og þar á eftir á Lækjarbrekku til að fá okkur te. Rosalega var sushi-ið gott maður. Mig langar ekkert smá til að fá mér aftur fljótlega. Þar hittum við líka Bobbý Fisher, skákmeistara. Það var mjög fyndið. Aaron fór að tala við hann og fékk hann til að árita nafnspjald frá staðnum svo hann gæti gefið pabba sínum sem er aðdáandi. Heppilegt það.
Svo fórum við til eyja á mánud. og hann var að tryllast yfir fegurð eyjanna í þokunni. Það sem svo gott við að fá útlendinga í heimsókn er að maður fær tækifæri til að sjá sína eigin heimahaga með augum ferðamanns. Það er aðeins öðruvísi sjónarhorn. Til dæmis tók hann eftir því að einhver kastaði rusli í runna og viðbrögð hans voru eins og hann hefði orðið vitni að glæp. Sagði svo að þar sem hann byggi fengi maður háa sekt fyrir að gera svona. Þetta varð til þess að ég var alltaf að reka augun í rusl á víðavangi og tók svo eftir því að einhver fleygði rusli út um bílglugga. Og ég skammast mín fyrir þetta. Þetta er ósiður og ósómi í svo fögru landi eins og Íslandi. Þrátt fyrir að vindurinn sjái um að feykja þessu eitthvert annað eftir smástund þá er ekki þar með sagt að ruslið hverfi fyrir einhverja töfra!
Í gær fórum við svo á fiskasafnið og fengum höfðinglegar móttökur hjá Erni Hilmis. Við fengum að skoða einar tuttugu pysjur sem eru þar í fóstri vegna smæðar. Mikið var nú útlendingurinn ánægður með mig þá skal ég segja ykkur. Hann langar mest til að fara með eina með sér heim og eiga hana. Og svo líka að hitta Björk og fá eiginhandaráritun fyrir systur sína sem er einlægur aðdáandi Bjarkar.

En svona er nú lífið á heimilinu núna og verður næsta mánuðinn. Ferðamennska í fyrirrúmi og kvöldmatur á borðum hvert kvöld. Ekki getur maður farið með hann í mat til mömmu á hverju kvöldi. Hann er líka grænn svo að þetta er gaman fyrir mig líka því að mér finnst leiðinlegt að elda kjöt nema kannski kjúlla. En hann borðar fisk og af honum eigum við víst nóg þannig að það eru nokkrar veislur framundan.

En nóg um þetta í bili. Heyrumst síðar!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú eitthvað fyrir þig að sýna land og þjóð. En veistu ég væri nú ekkert til í að vera græn í heilan mánuð, eða viku eða allan ásins hring þar sem að mér finnst kjöt alltof gott til að sleppa því en gott og gilt samt að vera grænn.
Sko hittir skákmeistarann á leið til Eyja og þá er það bara Björk á bakaleiðinni ekki satt :)Bið að heilsa henni þá híhí

11:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ein vika liðin, hvernig er heilsan og rænan? annar gobbinn spurði um þig á föstudaginn ;)
hvernig gengur í baðherberginu? hlakka ekki smá til að koma og fara í bað hehehehe
Sóley

5:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Líst vel á gobbann!!!

Fórum á Maru um daginn stelpurnar og vorum mjög ánægðar allar.

Líst líka vel á þetta lasagna hjá þér... dobbla þig kannski um uppskriftina við tækifæri;)

9:33 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Gaman að sjá kommentin ykkar stelpur! Takk fyrir! Ég held að ég láti bara lasagnauppskriftina flakka fljótlega að bjóði bara í góða veislu þegar breytingarnar eru yfirstaðnar. ;-)

8:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já já ég er til í að vera smakkari :) Kannski maður þarf að læara að borða svona ,,grænt,, en man nú eftir Spínatsamlokunum á Þjóðhátíðinni, já það er ekta þú :)

4:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gobbinn kominn og ekkert heyrist meir í henni....hmmmmmmmmmmmm
hvar ætli hún sé og hvað er hún að gera og með hverjum?? ;Þ

7:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home